../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3362
Útg.dags.: 09/24/2020
Útgáfa: 2.0
25.00.03.16 COVID-19 - einkennameðferð fyrir sjúklinga með líknandi áherslur
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa einkennameðferð hjá sjúklingi með COVID-19 veirusýkingu þegar ákvörðun hefur verið tekin um líknandi áherslur í meðferð
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Eftirfarandi meðferð við einkennum er leiðbeinandi. Ef þörf er á frekari aðstoð eða ráðgjöf, er haft samband við ráðgefandi eða vakthafandi sérfræðing í líknarlækningum.

    Andnauð
    Morfín eða morfínskyld lyf eru kjörlyf við andnauð við lok lífs. Fylgt er flæðiriti um notkun morfínlyfja hjá sjúklingi í andnauð.
    Ef sjúklingur er órólegur:
    • Gefið er bensódíasepín (T. Sobril 10 mg p.o, T/Inj. Stesolid 5 mg p.o, 2-5 mg s.c/i.v eða Inj. Midazolam 2,5 - 5 mg s.c/i.v eftir þörfum)
    • Ef hætta er á óráði er forðast að gefa bensódíasepín þar sem það eykur hættu á óráði. Í staðinn er gefið t.d. Inj. Haldol 1-2 mg s.c/i.v eða T. Olanzapine 2,5-5 mg p.o.
    • Ef óróleiki er viðvarandi eftir endurteknar gjafir af geðrofslyfi, þá er gefið bensódíasepín sem viðbót, eins og lýst er að ofan.
    Óráð við lok lífs
    • Aflað er upplýsinga hjá aðstandendum sem gætu varpað ljósi á mögulegar ástæður óráðs. Aðstandendur fá afhent fræðsluefni: Óráð - upplýsingar fyrir aðstandendur og farið yfir það með þeim. Upplýst er um að óráð gangi mögulega ekki til baka þrátt fyrir meðferð.
    • Umhverfi:
      • Gardínur eru hafðar frádregnar og ljós kveikt á daginn.
      • Ljós slökkt að nóttu og dregið úr áreiti.
      • Fjötrar eru fjarlægðir eins og hægt er, t.d. rúmgrindur, æðaleggir og aðrir íhlutir.
      • Reynt að hafa kunnugleg andlit við umönnun. Mögulega þarf í erfiðum tilvikum undantekningu á heimsóknarbanni og fá aðstandanda til að vera hjá ástvini.
      • Forðast er að gefa andkólínvirk lyf.
    • Lyfjameðferð við óráði með óróleika: Inj. Haldól 2-5 mg i.v/s.c/i.m, má endurtaka á klukkustundar fresti (hámark 20 mg á sólarhring).
      • Ef ekki næst árangur með þeirri meðferð og sjúklingur getur tekið lyf um munn má íhuga að skipta yfir í T. Ólansapín 2,5-5 mg p.o.
      • Forðast ætti að nota Haldól og Ólansapín ef sjúklingur er með Parkinson’s eða Lewy Body heilabilun. Nota má T. Quetiapine 25-50 mg p.o á allt að 8 klst. fresti ef sjúklingur getur tekið lyf um munn.
      • Ef óróleiki er viðvarandi og nota þarf bensódíasepín sem viðbót, er gefið Inj. Midazolam 2,5-5 mg s.c þar til ró næst. Metið er hvort setja eigi upp lyfjadælu undir húð með Midazolam. Upphafsskammtur er 15 mg á sólarhring sem getur þurft að auka fljótt vegna þolmyndunar.
    Hrygla við lífslok
    • Aðstandendur eru upplýstir um um að hrygla þýði ekki að sjúklingur sé að kafna, heldur heyrist hljóð við öndun þegar slím safnast í koki. Oftast er erfiðara fyrir ástvini að heyra hryglu en fyrir sjúklinginn, sem er oftar en ekki við litla meðvitund á þessu stigi.
    • Forðast er að soga úr efri öndunarvegi, þar sem það getur ýtt undir óþægindi og kokviðbragð. Munnhol er hreinsað varlega og höfðalag haft hækkað hægt er.
    • Lyf við hryglu:
      • Scopoderm plástur 1 mg, en haft í huga að virkni kemur ekki fram fyrr en eftir um 12 klst. Hámarksskammtur eru tveir plástrar í einu.
      • Inj. Robinul 0,2-0,4 mg s.c/i.v p.n hefur hraðari virkni en Scopoderm. Lyfið má gefa endurtekið þar til árangur næst og má einnig gefa undir húð í lyfjadælu, allt að 1,2 mg á sólarhring.
    Hægðatregða
    Ráðlagt er að allir sjúklingar á morfínskyldum lyfjum fái meðferð við hægðatregðu. Oftast þarf að nota samsetta meðferð við hægðatregðu, bæði örvandi og mýkjandi hægðalyf.
    1. Ef sjúklingur getur tekið lyf um munn:
      • Mýkjandi lyf: T. Magnesia Medic 500-1000 mg x 1-3 á dag eða mixt. Sorbitol 15 ml x 2 á dag.
      • Örvandi lyf: Laxoberal dropar 10-20 dropar að kvöldi eða T. Senokot 2-4 töflur fyrir svefn.
    2. Ef sjúklingur getur ekki tekið lyf um munn: Dulcolax stíll um endaþarm eða Klyx.

Ritstjórn

Arna Dögg Einarsdóttir
Kristrún Þórkelsdóttir
Margrét Sjöfn Torp
Kristín Lára Ólafsdóttir
Þórhildur Kristinsdóttir - thorhikr

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Valgerður Sigurðardóttir

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/15/2020 hefur verið lesið 1313 sinnum