../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3512
Útg.dags.: 01/19/2024
Útgáfa: 2.0
26.05.04 Jafnvægismat
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa mati sjúkraþjálfara á jafnvægi sjúklinga.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Hide details for GrunnhreyfifærniGrunnhreyfifærni
    Mikilvægt er að meta grunnhreyfifærni einstaklinga með tilliti til byltuhættu sem allra fyrst eftir innlögn. EMS (Elderly Mobility Scale) hentar vel sem fyrsta mat sjúkraþjálfara hjá hrumum öldruðum.
    Hide details for Stöðugleiki og öryggi við flutning úr rúmi í stólStöðugleiki og öryggi við flutning úr rúmi í stól
    Setið á rúmstokk - Staðið upp.
    Huglægt mat er lagt á:öryggi í hreyfingunni og þörf fyrir stuðning.
    1. stöðugleika (stöðuvagg) fyrst eftir að staðið er á fætur.
    2. öryggi við snúning að stól.
    3. Stjórnun hreyfinga og öryggi þegar sest er niður.
    Ef óöryggi kemur fram í einhverjum ofangreindra þátta getur einstaklingurinn verið í fallhættu við flutning úr rúmi í stól.
    Hide details for Stöðustjórnun í standandi stöðuStöðustjórnun í standandi stöðu
    Huglægt mat er lagt á öryggi skjólstæðings þegar hann stendur:
    1. með opin augu
    2. með lokuð augu
    3. með opin augu samhliða hreyfingum á höfði
    4. með lokuð augu samhliða hreyfingum á höfði

    Aukin riða og óöryggi:
    • með lokuð augu bendir til að einstaklingur sé háður sjón og eigi erfitt með að nýta skynupplýsingar frá il ásamt stöðu- og hreyfiskyni.
    • samfara höfuðhreyfingum með opin augu bendir til minnkaðrar starfsemi í jafnvægiskerfi innra eyra.
    • samhliða höfuðhreyfingum með lokuð augu, bendir til minnkaðrar starfsemi í jafnvægiskerfi innra eyra og/eða í stöðu- og hreyfiskyni.

    Ef aukin riða og öryggi kemur fram í einhverjum ofnagreindra þátta getur einstaklingurinn verið í fallhættu.
    Með tímatöku er unnt að meta hlutlægt stöðustjórnun í standandi stöðu. Hámarkstími er 30 sekúndur við sérhverjar aðstæður (1-4).
    Breidd og mýkt undirstöðuflatar hefur áhrif á erfiðleikastig (axlarbreidd/fætur saman - fast undirlag/jafnvægispúði).
    Hide details for FallviðbrögðFallviðbrögð
    Þægileg standandi staða
    Fallviðbrögð eru metin með því að horfa á hvernig einstaklingur bregst við þegar stöðugleika hans er ógnað.
    1. Getur einstaklingur losað fætur frá undirlagi sem undirbúning til að taka skref til að forðast byltu.
    2. Ýtt á mjaðmir, bringubein eða axlir einstaklings í allar áttir. Litið er eftir hvort og hvernig hann ber fætur fyrir sig.

    Einstaklingur sem hefur engin, lítil, sein og/eða ómarkviss fallviðbrögð er í fallhættu.
    Hide details for Jafnvægi í gönguJafnvægi í göngu
    Göngugeta er metin og hugað að eftirfarandi þáttum:
    • Getur einstaklingur gengið óstuddur?
    • Sækir hann í stuðning?
    • Heldur hann beinni stefnu - rásar?
    • Er hann óstöðugur við höfuðhreyfingar eða þegar hann snýr sér við?
    • Dregur hann fætur eftir undirlagi/er skert hreyfing um ökkla í göngu?

    Ef óöryggi kemur fram í einhverjum ofangreindra þátta getur eintaklingurinn verið í fallhættu við göngu.

    Metin er þörf fyrir gönguhjálpartæki og þau útveguð án tafar ef þörf er á.

    Mælt er með einföldum hlutlægum prófum til að meta jafnvægi í göngu, t.d. Timed Up and Go
    Mælt er með göngujafnvægisprófinu mDGI (modified Dynamic Gait Index) til að gera ítarlegt mat á jafnvægi í göngu hjá einstaklingum sem geta gengið án göngugrindar.
    Hide details for GönguhraðiGönguhraði
    Mælt er með 10 metrar gönguprófi (má stytta í 6 m eða 5 m).
    Hide details for VöðvastyrkurVöðvastyrkur
    Mælt er með Standa/setjast 5x prófi - FTSST (Five- Times-Sit-To-Stand) til að meta vöðvastyrk í neðri útlimum.
    Hide details for StigagangaStigaganga
    Geta til að ganga stiga er metin til að kanna styrkleika í ganglimum, öryggi og færni. Hugað er að eftirfarandi þáttum:
    • Getur einstaklingurinn gengið óstuddur upp og niður?
    • Beitir hann báðum fótum jafnt?
    • Þarfnast hann stuðnings handriðs og/eða hjálpartækis?
    • Er hann óstöðugur þegar hann snýr sér við á stigapalli til að hefja göngu niður?
    Hide details for Hræðsla við bylturHræðsla við byltur
    Mikilvægt er að spyrja einstakling hvort hann sé hræddur um að detta. Mælt er með
    ABC spurningalista til að meta öryggi eldra fólks til að athafna sig í daglegu lífi án þess að missa jafnvægi eða detta.
    Hide details for SvimaupplifunSvimaupplifun
    Mikilvægt er að spyrja einstakling hvort hann sé með svima. Mælt er með DHI svimalista til að meta hamlandi áhrif svima og óstöðugleika í daglegu lífi.
    Hide details for Stöðusteinaflakk BPPVStöðusteinaflakk BPPV
    Snúningssvimi við stöðubreytingar eins og við að leggjast út af, velta sér í rúmi, beygja sig fram, rísa á fætur, líta upp og aðrar hreyfingar á höfði getur verið merki um stöðusteinaflakk í bogagöngum og er Dix-Hallpike-Próf þá framkvæmt. Margir eldri en 60 ára sem eru með stöðusteinaflakk, finna fyrir óstöðugleika frekar en snúningssvima. DIX-Hallpike ætti því að framkvæma hjá öllum eldri en 60 ára, óháð svimakvörtunum. Sé stöðusteinaflakk til staðar er beitt Epley meðhöndlun. Sjá myndband um svima vegna steinaflakks.



    Ef ástæða þykir til er framkvæmt ítarlegra mat á undirliggjandi þáttum jafnvægisstjórnunar, sjá vinnuleiðbeiningar fyrir ítarlegt jafnvægismat sjúkraþjálfara.

    Ritstjórn

    Bergþóra Baldursdóttir - bergbald
    Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
    Ragnheiður S Einarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ragnheiður S Einarsdóttir

    Útgefandi

    Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 08/31/2020 hefur verið lesið 482 sinnum