../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3978
Útg.dags.: 07/01/2022
Útgáfa: 1.0
26.05.05 Standa upp og setjast 5x FTSST (Five-Times-Sit-to–Stand-Test).
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Þetta próf er notað til að kanna getu til flutnings, styrk í fótleggjum og jafnvægisstjórnun. Nýtist við markmiðssetningu og mat á árangri endurhæfingar.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Sjúkraþjálfari framkvæmir prófið og markhópurinn er t.d. lungna- taugasjúklingar, aldraðir og sjúklingar í byltuhættu.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Setið er á stól með því sem næst 90° beygju í mjöðmum og hnjám. Handleggir eru krosslagðir fyrir framan brjóst. Staðið er upp og sest niður fimm sinnum. Benda skal á að ekki megi láta sig detta niður á stólinn heldur skuli hreyfingunni vera stjórnað. Tími er tekinn frá skipuninni byrja, þar til sest hefur verið niður í fimmta sinn. Ef nauðsynlegt er að nota handleggi til að standa upp er það skráð.

    Meðaltími hjá eldra fólki sem býr heima1:
    60-69 ára; 11,4 sek
    70-79 ára; 12,6
    80-89 ára; 14,8 sek

    Fallhætta: Eldri einstaklingur sem býr heima:
    > 12 sek að framkvæma prófið, þarf að meta frekar m.t.t. byltuhættu2
    > 15 sek að framkvæma prófið er í hættu á endurteknum byltum3

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1 Bohannon RW. Reference values for the five-repetition sit-to-stand test: a descriptive meta-analysis of data from elders. Percept Mot Skills. 2006;103(1):215-22.

    2 Tiedemann A, Shimada H, Sherrington C, Murray S, Lord S. The comparative ability of eight functional mobility tests for predicting falls in community-dwelling older people. Age Ageing. 2008;37(4):430-5.

    3Bohannon RW., Shove, MF., M.E., Barreca, S.R., Masters, L.M. & Sigouin, C.S. (2007). Five-repetition sit-to-stand test performance by community-dwelling adults: A preliminary investigation of times, determinants, and relationship with self-reported physical performance. Isokinetics and exercise, 15(2), 77-81.


Ritstjórn

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
Ragnheiður S Einarsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ragnheiður S Einarsdóttir

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 07/01/2022 hefur verið lesið 58 sinnum