Vægur eða miðlungs alvarlegur sjúkdómur - meðferð heima / á hjúkrunarheimili
COVID-19 göngudeild Landspítala sinnir öllum greindum sjúklingum skv. áhættuflokkun og fylgir þeim eftir heima.
A. Vægur sjúkdómur
Almennt eiga þeir sem dvelja í heimahúsi að fá einkennameðferð eingöngu, enda jafna sig flestir.
Ávallt ætti að hafa í huga hættu á að önnur sýking geti verið til staðar, t.d. lungnabólga. Í slíkum tilfellum ætti að hafa lágan þröskuld til að hefja hefðbundna sýklalyfjameðferð eftir þörfum.
B. Óbólusettir sjúklingar og/eða með áhættuþætti fyrir alvarlegan sjúkdóm
Val á meðferð fyrir þennan hóp
- Séu áhættuþættir fyrir þróun í alvarlegan sjúkdóm til staðar og einstaklingur snemma í veikindum sínum, má íhuga meðferð til að draga úr alvarleika sjúkdóms og forða innlögn á sjúkrahús.
- Einstofna mótefni og remdesivir eru aðgengilegar meðferðir eins og er. Aðgangur að lyfjum, einkum einstofna mótefnum, er takmarkaður og mikilvægt að þeir sem líklegastir eru til að hafa gagn af meðferð, fái hana.
- Sjúklingar með mótefnasvar til staðar ættu almennt frekar að fá remdesivir.
- Sjúklingar án mótefnasvars ætti að meta m.t.t. gjafa einstofna mótefna.
- Ákvörðun um gjöf byggir á öðrum áhættuþáttum samanber að neðan og í samráði við smitsjúkdómalækna.
Meðferð með einstofna mótefnum
- Sotrovimab (Xevudy) - einstofna mótefni
- Casirivimab / imdevimab (Ronepreve) - einstofna mótefni sem EKKI er virkt gegn omicron. Notað ef staðfest delta smit.
Einstofna mótefna gegn SARS-CoV-2 geta dregið úr líkum á innlögn á sjúkrahús hjá sjúklingum í áhættuhópum utan sjúkrahúsa án mótefnasvars sé meðferð gefin snemma.
- Líklegt er að meðferð geti haft áhrif á dánartíðni en niðurstöður eru ekki afgerandi.
- Gagnsemi mótefnameðferðar er einkum hjá sjúklingum sem ekki hafa eigið mótefnasvar, þ.e. óbólusettir eða ónæmisbældir.
- Meðferð þarf að gefa í upphafi sjúkdóms en hún gagnast ekki hjá alvarlega veikum sjúklingum sem eru t.d. komnir á öndunarvél.
- Meðferð ætti helst að gefa á fyrstu 7 dögum einkenna eða frá greiningu.
- Þar sem aðgengi að lyfjum er takmarkað er mikilvægt að forgangsraða meðferð til þeirra sem líklegir eru til að hafa mest gagn af meðferð.
Forgangsröðun fyrir gjöf einstofna mótefna
1. Einstaklingar sem eru ólíklegir til að mynda ónæmissvar við COVID-19 bólusetningu eða sjúkdóm.
Dæmi um alvarlega ónæmisbælingu eru:
- Meðferð með rituximab eða öðrum anti-CD20 lyfjum
- Meðferð með öðrum ónæmisbælandi lyfjum, s.s með háskammta sterum
- Virk krabbameinslyfjameðferð
2. Óbólusettir einstaklingar ≤75 ára eða ≥65 ára með viðbótaráhættuþætti*
3. Óbólusettir einstaklingar <65 ára með viðbótaráhættuþætti*
Athuga þarf að að áhrif bólusetninga dvína að einhverju leiti með tímanum, einkum hjá þeim sem hafa eingöngu fengið 2 skammta.
Íhuga má að flokka einstaklinga sem fengu síðustu bólusetningu fyrir >9 mánuðum með hópi 2 að ofan. Mæling mótefna getur verið gagnleg.
*Áhættuþættir sem auka líkur á verri sjúkdómi eru m.a.:
- Sykursýki, sem kallar á lyfjameðferð
- Yfirþyngd (BMI>30)
- Langvinnur nýrnasjúkdómur (GFR<60)
- Hjartabilun (NYHA class II eða hærra) eða annar hjartasjúkdómur
- COPD eða meðalsvæsinn astmi (þörf á innúðasterum / töflusterameðferð sl. ár)
Einkennalausir hafa almennt ekki ábendingu fyrir meðferð (þó ber að athuga sérstaklega ónæmisbælda sjúklinga).
Meðferð með sotrovimab eðacasirivimab/imdevimab
Sé ábending fyrir meðferð er meðhöndlað með sotrovimab
Ef ljóst er að um delta sýkingu sé að ræða, þá hefur casirivimab/imdevimab virkni
Skammtur
Sotrovimab 500 mg í æð í einum skammti eða
Casirivimab/imdevimab 600mg/600mg í æð í einum skammti (1,2g)
Meðferð með remdesivir
Nýleg gögn staðfesta að remdesivir, sem gefið er snemma í sjúkdómsgangi, getur dregið úr hættu á innlögn.
Sjá ítarlegri texta um remdesivir síðar í kafla um sjúklinga sem þurfa innlögn.
Sjúklingar búsettir á hjúkrunarheimilum - NÝTT EFNI
Þessar meðferðarleiðbeiningar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir einstaklinga sem þurfa meðferð eða mat vegna COVID-19 í tengslum við innlögn á sjúkrahús eða COVID-móttöku í Birkiborg eða aðrar svipaðar móttökur.
Vegna endurtekinna fyrirspurna eru hér nokkur lykilatriði sett fram.
- Almennt er rétt að ábyrgur læknir taki afstöðu til og ákvarði meðferð við COVID-19 með sama hætti og við aðra sjúkdóma.
- Huga þarf að tilgangi og markmiðum meðferðar sem og meðferðaróskir og meðferðartakmarkanir sem kunna að eiga við í hverju tilviki fyrir sig.
- Sem dæmi má nefna að líklega er sjaldan ástæða til að flytja sjúkling með COVID-19 á sjúkrahús standi ekki til að flytja hann á sjúkrahús vegna annarra sjúkdóma.
Meðferð sú sem skiptir höfuðmáli til að bæta afdrif er sterameðferð með dexamethason, sem gefið er til sjúklinga með súrefnisþörf sem komnir eru um viku inn í sinn COVID sjúkdóm.
Þetta er meðferð sem auðvelt er að gefa á hjúkrunarheimili sé það metið til gagns.
Þau gögn sem sýna gagnsemi bæði einstofna mótefna og veirulyfsins remdesivir snúast fyrst og fremst um að forða sjúkrahúsinnlögn og stytta innlagnir
- Áhrif á lifun hjá bólusettum einstaklingum hefur ekki verið afgerandi.
- Þessa endapunkta er ekki auðvelt að yfirfæra á háaldraða sjúklinga sem þegar eru búsettir á hjúkrunarheimili.
- Meta verður meðferð fyrir hvern sjúkling og vega hugsanlegan hag af meðferð á móti áhættu tengdri t.d. sjúkrahúsvist.
Mikilvægt er að meðhöndlandi læknir meti hvern sjúkling sérstaklega, vegi mögulega kosti meðferðar á móti áhættu tengdri henni eins og sjúkrahúsvist.
Velkomið er að hafa samráð við smitsjúkdómalækna eftir þörfum.