../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3305
Útg.dags.: 08/17/2021
Útgáfa: 3.0
5 COVID-19 - rannsóknir og meðferð barns með bráða og alvarlega öndunarfærasýkingu

2. útgáfa: Breytingar eru merktar með gulri yfirstrikun.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa rannsóknum og meðferð barns með bráða og alvarlega öndunarfærasýkingu þegar barn er með staðfest COVID-19 smit eða grun um smit.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Við skoðun og meðferð barns er notaður viðeigandi COVID-19 hlífðarbúnaður.

    Skoðun barns með grunaða eða staðfesta COVID-19 sýkingu
    Veikindi barns eru metin eins og almennt er gert með lífsmörkum, þ.m.t. öndunartíðni og almennri líkamsskoðun. Þó er mælt með því að skoða ekki í kok/háls barna nema brýna nauðsyn beri til vegna smithættu.

    Mat á alvarleika COVID-19 sýkingar
    1. Lungnabólga: Hósti og vægir öndunarerfiðleikar með hraða öndun.
      • Öndunartíðni < 2 mánaða: ≥ 60
      • 2–11 mánaða: ≥ 50
      • 1–5 ára: ≥ 40
      og ekki merki um alvarlega lungnabólgu.
    1. Alvarleg lungnabólga
      • Unglingur: Hiti og grunur um öndunarfærasýkingu auk eitt af eftirfarandi: Öndunartíðni yfir 30/mín, andnauð, SpO2 ≤ 93% í andrúmslofti.
      • Yngra barn með hósta eða öndunarerfiðleika auk eitt af eftirfarandi:
        • Miðlægur blámi
        • SpO2 < 90%
        • Andnauð (þ.e. stunur, verulegir inndrættir),
        • Merki um hættulega lungnabólgu eins og: nærist ekki eða drekkur, kraftleysi (lethargy), meðvitundarskerðing eða krampar.

    Rannsóknir við innlögn vegna COVID-19
    • Blóðrannsóknir: Blóðhagur, rafvakar, kreatinin, lifrarpróf, D-dimer, troponin T, laktat, ferritín, IL-6.
    • Blóðræktun, helst áður en sýklalyfjameðferð er hafin. Ekki má seinka gjöf sýklalyfja til að ná blóðræktunum.
    • Myndgreining, ef klínísk ábending
    • Sýnataka frá efri öndunarvegi (nefkoksstrok og hálsstrok) og ef klínískur grunur er til staðar en ef sýni frá efri öndunarvegi eru neikvæð er sent sýni frá neðri öndunarvegi (hráki, barkasog eða berkjuskol) í RT-PCR fyrir öndunarfæraveirum, þ.m.t. COVID-19 ) ef hægt er.
    • Hjá inniliggjandi barni sem er með staðfesta COVID-19 sýkingu en hefur jafnað sig er haft samráð við smitsjúkdómalækni hvað varðar sýnatöku áður en einangrun er aflétt.

    Meðferð við vægri COVID-19 sýkingu
    • Meðferðin felst í einkennameðferð og eftirliti
    • Barn þarfnast ekki innlagnar en mikilvægt að einangra og fylgjast vel með þróun einkenna. Þetta eftirlit er í höndum COVID-19 göngudeildar Barnaspítalans.
    • Hitalækkandi lyf.
    • Ef þörf er á innúðalyfjum á að nota innúðahólka en ekki úða úr vél eða vegg.
      • Barn yngri en 2 ára: Salbutamol (Ventolin®) 0,1 mg 2-4 púst PN
      • Barn eldri en 2 ára: Salbutamol (Ventolin®) 0,1 mg 2-6 púst PN
      • Barn yngri en 6 ára: Ipratropium (Atrovent®) 20 microg 1 púst PN að hámarki fjórum sinnum á sólarhring.
      • Barn eldri en 6 ára: Ipratropium (Atrovent®) 20 microg 2 púst PN að hámarki fjórum sinnum á sólarhring.
    ● Sértæk lyfjameðferð gegn COVID-19 veirusýkingunni er ekki ráðgerð.

    Meðferð við alvarlegri COVID-19 sýkingu: Súrefnismeðferð og eftirlit
    • Halda súrefnismettun > 94% hjá barni með alvarlega öndunarfærasýkingu og öndunarerfiðleika, lága súrefnismettun eða lost. Almennt er byrjað með súrefnisgleraugu 3-5 L/mín. Ef ástand barns er óstöðugt er byrjað með sarpmaska (10-15 L/mín). Þegar ástand barns er orðið stöðugt er miðað við súrefnismettun > 90%.
    • Fylgjast vel með klínískum teiknum um versnandi ástand, s.s. hratt versnandi öndunarörðugleikum, aukinni súrefnisþörf og lostástandi, og bregðast fljótt við.Sjúklingum með COVID-19 getur versnað skyndilega. Hjá inniliggjandi sjúklingum þarf að fylgjast reglulega með lífsmörkum.
    • Vera meðvituð um aðra undirliggjandi sjúkdóma og horfur sjúklings þegar ákvarðanir eru teknar um meðferð við alvarlegum veikindum og gjörgæslumeðferð.
      • Ákveða á hvaða föstum lyfjum sjúklings á að halda áfram.
      • Fylgjast með mögulegum milliverkunum lyfja.
    • Vera íhaldssöm með vökvagjöf hjá sjúklingum sem eru ekki í losti. Vökvagjöf getur valdið versnun á súrefnismettun.

    Háflæðisúrefni eða ytri öndunarvél (e. Non-Invasive Ventilation, NIV)
    Ekki stendur til að nota háflæðisúrefni eða NIV við meðferð á ARDS af völdum COVID-19 á Landspítala nema öll önnur úrræði séu á þrotum og þá í völdum tilfellum.

    Meðferð við alvarlegri COVID-19 sýkingu ef barn er með aðra sýkingu samhliða
    Gefin eru þau sýklalyf sem eru líklegust til að virka á bakteríur sem oftast valda alvarlegri öndunarfærasýkingu og losti eins fljótt og mögulegt er, markmið að gefa á innan við klukkustund ef sjúklingur er í losti.
    • Ceftriaxone IV 100 mg/kg x 1 (hámark 2 g á skammt). Muna einnig eftir oseltamivír (Tamiflu®) á inflúensutímabili.

    Sértæk lyfjameðferð
    • Sjúklingar fá hefðbundna stuðningsmeðferð út frá einkennum.
    • Ábending fyrir sértæka lyfjameðferð: Sértæk lyfjameðferð er ætluð þeim börnum sem þurfa á innlögn að halda vegna öndunarbilunar eða annarra alvarlegra fylgikvilla COVID-19 sýkingar.

    Fyrsta meðferð
    Remdesivír
      Eftirfarandi skammtaleiðbeiningar miðast við börn sem eru 12 ára og eldri. Meðferð fyrir börn yngri en 12 ára er í samráði við barnasmitsjúkdómalækna.
      1. Barn er < 40 kg:
        • Upphafsskammtur: 5 mg/kg (að hámarki 200 mg)
        • Viðhaldsskammtur: 2,5 mg/kg/dag í einum skammti (að hámarki 100 mg)
      2. Barn er ≥ 40 kg:
        • Upphafsskammtur: 200 mg
        • Viðhaldsskammtur: 100 mg á dag í einum skammti.

      Meðferðarlengd er 5-10 dagar. Sjúklingur í öndunarvél fær 10 daga meðferð og sjúklingur sem ekki er í öndunarvél 5 daga meðferð.
      Fylgst er með lifrarstarfsemi fyrir og á meðan meðferð stendur.

      Lyfjablöndun og gjöf
      Remdesivír 5 mg/ml 20 ml hettuglas.
      • Hettuglas þarf að ná stofuhita fyrir notkun.
      • Lyfið er blandað í 250 ml 0,9% NaCl (möguleiki er að minnka rúmmál ef skammtur er undir 100 mg) og fylgt leiðbeiningum um blöndun og inngjöf á Remdesivir.
      • Ráðlagt er að gefa dreypið á 60 mín fyrir börn.

    Dexamethason
      • 0,15 mg/kg/dag í einum skammti í æð eða um munn (hámark 6 mg á skammt) í að hámarki 10 daga.
      • Meðferðarlengd er metin eftir klínískum gangi.
      • Notkun dexamethasone er ekki frábending fyrir samhliða meðferð með virku veirulyfi, þ.e. remdesivir.

      Meðferð með sterum gaf góðan árangur í stórri slembaðri breskri rannsókn á fullorðnum einstaklingum. Niðurstöður virðast sýna bætta lifun hjá þeim sem þurfa súrefni og betri árangur hjá þeim sem þurfa öndunarvél. Sterameðferð virðist draga úr líkum á að sjúklingar fari í öndunarvél. Gagnsemi var meiri hjá einstaklingum sem höfðu haft einkenni í meira en 7 daga. Ekki var sýnt fram á ávinning hjá þeim sem ekki þurftu súrefni.

    Við versnun þrátt fyrir þessa meðferð má íhuga að nota Tocilizumab en þó einungis eftir samráð v barnasmitsjúkdómalækna og/eða barnalungnalækna
    • Hægt er að mæla bólguboðefni á ónæmisfræðisdeild Landspítala merkt undir „annað“ fyrir og eftir meðferð.
    • Notast er við heilblóð.

    Tocilizumab (RoActemra®) - IL-6 blokki
      Ábending fyrir notkun á Tocilizumab er óhóflegt bólguviðbragð (cytokine storm):
      Skilgreining á við ef fram kemur eitt eða meira af eftirtöldu:
      • Serum IL-6 ≥ þrefalt efri viðmiðunargildi
      • Ferritin > 300 mcg/L með tvöföldun á 24 klst.
      • Ferritin > 600 mcg/L og LD >250 U/L
      • D-dimer hækkun (> 1 mg/L)
      Skammtur lyfs
      1. Barn er < 30 kg (frá 2 ára aldri): 10-12 mg/kg
      2. Barn er ≥ 30 kg: 8 mg/kg (m.v. 400 mg fyrir fullorðinn (4-8 mg/kg))

      Lyfjablöndun og gjöf
      RoActemra® 20 mg/ml 50 ml hettuglas.
      Gefinn er einn stakur skammtur, endurtaka má skammt 12 klst síðar ef lítil sem engin svörun.
      1. Barn er < 30 kg: Skammtur er dreginn upp og þynntur í 50 ml NaCl 0,9% og gefið í æð á einni klukkustund.
      2. Barn er ≥ 30 kg: Skammtur er dreginn upp og þynntur í 100 ml NaCl 0,9% og gefið í æð á einni klukkustund.

Ritstjórn

Helga Elídóttir - helgael
Henný Hraunfjörð
Kolbrún Gísladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Michael Clausen
Ólafur Heiðar Þorvaldsson - olafurht
Valtýr Stefánsson Thors - valtyr
Þórunn Óskarsdóttir - thorunos

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ragnar Bjarnason

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/26/2020 hefur verið lesið 1393 sinnum