../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-2609
Útg.dags.: 11/21/2022
Útgáfa: 2.0
25.02.02.03.01 Hlífðarbúnaður - varnir gegn þrýstingssárum
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa vörnum gegn þrýstingssárum undan hlífðarbúnaði starfsfólks. Þrýstingssár geta myndast á húð starfsfólks vegna þrýstings og/eða núnings frá hlífðarbúnaði eins og grímum og gleraugum.

    Hætta er á að þrýstingssár myndist yfir beinaberum svæðum í andliti. Helstu svæði eru enni og kinnar (undan hlífðargleraugum), nef og bak við eyru (undan grímum).
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Mikilvægt er að hver og einn starfsmaður átti sig á eigin andlitsfalli og hvaða húðsvæði eru í mestri hættu á roða og sáramyndun undan hlífðarbúnaði.
    • Fylgst er daglega með ástandi húðar m.t.t. roða, sára, flögnunar og eymsla.
    • Húð er haldið hreinni og þurri og án farða.
    • Gott er að nota rakakrem a.m.k. klukkutíma áður en hlífðarbúnaði er klæðst.
    • Valinn er viðeigandi hlífðarbúnaður, t.d. er oft hægt að nota andlitshlíf í stað hlífðargleraugna og minnka á þann hátt þrýsting á húðsvæði andlits.
    • Í byrjun vaktar er fljótandi varnarfilma (t.d. Cavilon No Sting Barrier Film 1 ml pinnar) borin á áhættusvæði í andliti til að verjast raka og minnka núning.
      1. Varnafilma er borin á húð (varast er setja filmu nálægt augum og slímhúðum í nefi og munni, sjá leiðbeiningar frá framleiðanda), sjá mynd 1.
      2. Húð er látin þorna í 90 sekúndur áður en umbúðir eða hlífðarbúnaður er notaður. Ef starfsmaður hefur tilfinningu fyrir því að varnarfilman sé farin að hlaðast upp á húðinni þá ætti ekki að nota hana nema annan til þriðja hvern dag.

    Forðast þarf að:
    • Vera með grímu og/eða hlífðargleraugu í meira en 2-3 klukkustundir samfleytt. Ef húð er viðkvæm er tími styttur.
    • Nota vaselín og olíu á húðsvæði undir grímum og gleraugum vegna hættu á auknum núningi og auknum líkum á að búnaður renni til og verði ekki nægilega þéttur.
    • Ofstrekkja hlífðarbúnað eins og grímur og gleraugu því þá eykst hætta á þrýstingssárum.
    • Nudda húðsvæði sem er í áhættu.
    Notkun umbúða
    • Áhætta og kostir þess að nota umbúðir undir hlífðarbúnaði eru metnir.
    • Umbúðir eru alls ekki notaðar undir hlífðarbúnað (t.d. grímur/gleraugu) ef ekki er hægt að tryggja þéttleika búnaðar.
    • Umbúðir undir hlífðarbúnað eru notaðar í eins stuttan tíma og hægt er.
    • Ef umbúðir blotna, mengast eða eru skemmdar er hlífðarbúnaði afklæðst og skipt um umbúðir.
    1. Hendur eru hreinsaðar fyrir og eftir meðhöndlun umbúða.
    2. Notaðar eru eins þunnar umbúðir og eins lítið magn af umbúðum undir hlífðarbúnað og hægt er, alls ekki meira en eitt lag.
      1. Til að minnka þrýsting á húð er notaðar þunnar svampumbúðir með sílikonyfirborði (t.d. Mepilex Lite) eða sílikonplástur (t.d. Siltape).
      2. Ef um húðrof er að ræða er notuð þunn sárakaka (Comfeel Plus Transparent).
    3. Umbúðir eru klipptar til svo þær aðlagist vel andlitsfalli. Sjá dæmi um snið umbúða á mynd 2.
    4. Umbúðir eru lagðar varlega á húðsvæði án þess að þær valdi togi og þess gætt að það komi ekki krumpur eða fellingar. Umbúðirnar eiga að vera stöðugar og mega ekki hreyfast til og því gott að nota húðverndandi filmu undir umbúðirnar.
    5. Í lok vaktar eru umbúðirnar fjarlægðar ásamt lím- og plástursleifum t.d. með límleysi (remover).


    Skráning
    Ef þrýstingssár myndast undan hlífðarbúnaði hjá starfsmanni er það skráð í slysa- og atvikaskrá starfsmanna.

    Veggspjald

    Varnir gegn þrýstingssárum undan hlífðarbúnaði.pdfVarnir gegn þrýstingssárum undan hlífðarbúnaði.pdf


Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Berglind G Chu
Guðbjörg Pálsdóttir - gpsara
Hulda Margrét Valgarðsdóttir - huldamv
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst
Margrét Sjöfn Torp
Kolbrún Gísladóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigrún A Hafsteinsdóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 10/20/2020 hefur verið lesið 1596 sinnum