../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-165
Útg.dags.: 03/21/2024
Útgáfa: 5.0
2.01.11.06 Heimahjúkrun
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa ferli umsóknar um heimahjúkrun.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    • Hjúkrunarfræðingur sjúklings að minnsta kosti 72 klukkustundum fyrir áætlaða útskrift.
    • Heimaþjónusta Reykjavíkur annast heimahjúkrun í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Kvöld- helgar- og næturþjónustu í Mosfellsbæ og næturþjónustu í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ.
    • Heimahjúkrun í Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði er sinnt frá heilsugæslustöðvum í viðkomandi bæjum að öðru leyti en því sem ofan greinir.
    • Heimahjúkrun á landsbyggðinni er sinnt frá heilbrigðisstofnun/heilsugæslustöð á hverjum stað.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    1. Fyllt út og staðfest:
    2. Bæði eyðublöðin eru send rafrænt á viðkomandi heimahjúkrun/heilsugæslustöð.
    3. Hringt er í heimahjúkrun eftir klukkan 14:30 ef viðtakandi er búinn að lesa bréfið eða daginn eftir að eyðublöðin hafa verið send:
    4. Hjúkrunarfræðingur sjúklings hringir í heimahjúkrun á útskriftardag ef:
      • Staðfesta þarf útskrift
      • Upplýsa þarf um breyttar hjúkrunarþarfir
      • Breyting verður á útskriftardegi
      • Upplýsingar um áætlaða fyrstu heimsókn hafa ekki komið fram áður
      • Sjúklingur þarf þjónustu á útskriftardaginn
    5. Ef útskrift tefst frá áætluðum tíma lætur hjúkrunarfræðingur heimahjúkrun vita um töfina og ástæður hennar. Bæta þarf við upplýsingum í beiðni um heimahjúkrun og senda hana rafrænt aftur til heimahjúkrunar.

    Til athugunar
    • Hafi sjúklingur verið með heimahjúkrun fyrir innlögn er hann útskrifaður úr henni ef hann hefur legið á Landspítala í sex vikur eða lengur. Í þeim tilfellum þarf að fylla út og senda nýja beiðni um heimahjúkrun.
    • Ef beiðni hefur verið send og útskrift hefur frestast í meira en þrjár vikur þarf að fylla út nýja beiðni og senda hana.
    • Við ákveðnar aðstæður þarf iðjuþjálfi frá Landspítala að fara í heimavitjun áður og kanna aðstæður. Hann hefur samband við iðjuþjálfa hjá heimahjúkrun um framhaldið og sendir skýrslu um heimavitjun rafrænt sem „Bréf og greinargerðir“.
    • Ef um er að ræða flókna hjúkrunarmeðferð og/eða fjölþætta þjónustu þarf að senda beiðni til allra aðila með góðum fyrirvara (viku að lágmarki) og halda samhæfingarfund a.m.k. viku fyrir útskrift. Einnig þarf að senda beiðnir um hjálpartæki með góðum fyrirvara.
    • Ef gera á tilraun til að útskrifa sjúkling með stuðningi heimahjúkrunar er nauðsynlegt að það sé gert á virkum degi og helst fyrri part viku. Ef sjúklingur er ekki útskrifaður er hann skráður í leyfi.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/27/2012 hefur verið lesið 754 sinnum