../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-824
Útg.dags.: 02/21/2023
Útgáfa: 3.0
3.04.02 Bylta sjúklings - viðbrögð
    Hide details for Tilgangur og umfangTilgangur og umfang
    Að lýsa viðbrögðum ef sjúklingur verður fyrir byltu á Landspítala.
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    Yfirlæknir og deildarstjóri hjúkrunar bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Hide details for Fyrstu viðbrögðFyrstu viðbrögð
      Fyrsti starfsmaður sem kemur að sjúklingi eftir byltu metur:
      A - öndunarveg
      B - öndun
      C - púls
      D - meðvitund

      Ef þörf er á aðstoð strax er:
      1. Kallað á hjálp og komið í veg fyrir frekari skaða.
      2. Hringt í neyðarnúmer 9999 eða 0-112.
      3. Endurlífgun hafin, ef þarf, þar til hjálp berst. Farið er eftir meðferðartakmörkunum.

      Starfsmaður:
      • Metur hvort óhætt sé að hreyfa sjúkling.
      • Stöðvar blæðingu ef þarf.
      Hjúkrunarfræðingur
      • Mælir lífsmörk eða felur sjúkraliða/starfsmanni að gera það.
      • Framkvæmir líkamsmat.
      • Bregst við einkennum bráðra veikinda eða áverka.
      • Tilkynnir lækni um byltu.
        • Strax ef um alvarleg einkenni er að ræða.
        • Við fyrsta tækifæri ef einkenni eru minna alvarleg/lítil.
      • Aflar upplýsinga í kjölfar byltu með því að ræða við þá sem voru til staðar þegar sjúklingur féll eins og t.d. sjúklinginn, aðstandendur og starfsmenn. Farið er í gegnum eftirfarandi spurningar og niðurstöður nýttar í skráningu í sjúkraskrá og atvikaskráningu.
        • Hvers vegna heldur sjúklingur að hann hafi dottið?
        • Hvers vegna heldur starfsfólk að sjúklingur hafi dottið?
        • Hefur sjúklingur teikn um ný bráð veikindi eða að langvinnir sjúkdómar hafi tekið sig upp?
        • Hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessa byltu?
        • Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að sjúklingur detti í framtíðinni?
      • Skráir byltu.


      Mat læknis
      • Fer yfir aðdraganda og ástæðu byltu og gefur fyrirmæli um rannsóknir og um áframhaldandi meðferð.
      • Framkvæmir almenna líkamsskoðun ef þörf er á og skráir sérstaklega áverka.
      • Gefur fyrirmæli um meðhöndlun einkenna m.t.t. nýrra bráðara veikinda eða áverka.



    Ritstjórn

    Bergþóra Baldursdóttir - bergbald
    Eygló Ingadóttir - eygloing
    Konstantín Shcherbak - konstant
    Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk
    Tómas Þór Ágústsson - tomasa

    Útgefandi

    Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 11/24/2017 hefur verið lesið 1196 sinnum