../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: Kvenna-162
Útg.dags.: 06/27/2017
Útgáfa: 1.0
16.02.11 Notkun mjaltavélar og geymsla brjóstamjólkur
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa aðferð við notkun mjaltavélar og geymslu brjóstamjólkur, þegar sængurkona dvelst á sjúkrahúsi og eftir að hún útskrifast heim.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Brjóstamjólk hefur óumdeilanlegan heilsufarsávinning fyrir barnið. Hún er auðmelt, hjálpar ónæmiskerfinu með mótefnum og hefur einstaka eiginleika fyrir vöxt og þroska barna. Jafnvel lítið magn af móðurmjólk gerir mikið fyrir barnið. Framleiðsla brjóstamjólkur helst í hendur við örvun og eftirspurn allt frá fæðingu barns. Mikilvægt er að nota brjóstanudd og örva geirvörtu það hjálpar til við tæmingar viðbragðið. Nota slökun og hugsa um barnið, horfa á mynd af því á meðan móðir er að mjólka eða vera hjá barninu á meðan. Kengúrumeðferð – húð við húð með barninu örvar einnig framleiðslu.
    Fyrir mjólkun og meðhöndlun brjóstamjólkur er mikilvægt að þvo hendur og spritta.
    • Hversu lengi á að mjólka brjóstin. Þegar móðir byrjar að mjólka eftir fæðingu er mælt með handmjólkun og mjaltavél, samhliða brjóstagjöf. Mælt er með rafmagnsmjaltavélum fyrir mæður með fyrirbura og veik börn til að tryggja framleiðslu og viðhalda nægu magni. Í upphafi er æskilegt að vera í mjaltavél í ca 15 mínútur í einu á fyrsta sólarhring en að auka tímann í 20 mínútur í hvert sinn á öðrum sólarhring. Það getur tekið 25 til 30 mínútur að mjólka brjóstin með einu setti (15 – 20 mínútur á hvort brjóst) en ef 2 sett eru notuð á mjaltavélina þá getur það tekið um 20 mínútur að mjólka.
    • Hvernig auka má brjóstamjólk.
      Ef verið er að nota mjaltavél til lengri tíma, er mikilvægt er mjólka bæði brjóstin í einu. Það tekur styttri tíma og er talið geta stuðlað að aukinni mjólkurframleiðslu. Ef konan er með eitt sett þá er mikilvægt að mjólka þangað til að það hættir að flæða, mjólka þá hitt brjóstið og skipta svo aftur á fyrsta brjóst. Skipta svona á milli brjósta 2 til 3 sinnum og mun það auka mjólkina. Með því að nota nudd og þrýsta létt á brjóstin við það eykst flæði og magn brjóstamjólkur. Sjá kennslumyndbönd um handmjólkun og aðferðir til að auka brjóstamjólk á vefslóð: http://newborns.stanford.edu/Breastfeeding/HandExpression.html
      og http://newborns.stanford.edu/Breastfeeding/MaxProduction.html
    • Hversu oft á að mjólka. Ráðlagt er að mjólka sig að minnsta kosti 8 til 10 sinnum á sólarhring og þar af einu sinni á nóttunni. Tvíburamæðrum er ráðlagt að mjólka að minnsta kosti 10 sinnum á sólarhring. Með því að mjólka oft það gefur brjóstunum skilaboð um að framleiða meiri mjólk.
    • Hversu mikil brjóstamjólk kemur. Fyrstu dagana eftir fæðingu koma aðeins nokkrir dropar af broddi í mjaltavél hverju sinni og stundum jafnvel ekkert fyrst í stað. Smám saman eykst svo broddurinn og breytist yfir í þroskaða mjólk og á degi 4 til 5 geta verið komnir 50 til 70 ml í hverri mjólkun. Mjólkurmagn er breytilegt á milli mæðra og eftir tímabilum sólarhringsins. Þegar barnið verður tveggja vikna getur framleiðslan verið komin í 600 – 800 ml og yfir 1000 ml hjá tvíburamóður yfir 24 klukkustunda tímabil.
      Hide details for Geymsla brjóstamjólkurGeymsla brjóstamjólkur
    • Geymsla á brjóstamjólk þegar barn er á sjúkrahúsi.
      Nota skal ferska brjóstamjólk sem ekki hefur farið í kæli, innan klukkustundar frá mjólkun. Setja mjólkina strax í ískáp ef ekki á að gefa hana á næstu klukkustundum en þó innan 24 til 48 klst. Setja skal brjóstamjólk strax í frysti ef fyrirséð er að hún verði ekki gefin barninu á næstu 24 tímum. Best er að geyma og kæla eftir hverja mjólkun og sameina þegar búið er að kæla mjólkina, það sem mjólkað er innan sólarhrings. Þídda brjóstamjólk á ekki að endurfrysta. Frysta brjóstamjólk er hægt að þíða í volgu vatnsbaði í 27°C, ekki í örbylgjuofni.
    • Geymsla brjóstamjólkur eftir að heim er komið og hvernig á að þíða frysta mjólk.Brjóstamjólk er sett í hreint ílát og merkt með nafni móður og barns, dagsetningu og klukku þegar mjólkað er. Brjóstamjólk má sameina í eitt ílát eftir mjólkun og þegar að búið er að kæla mjólkina í ískáp. Frysta innan sólarhrings. Frysta móðurmjólk er hægt að þíða í volgu vatnsbaði í 27°C, ekki í örbylgjuofni. Þídda móðurmjólk á ekki að endurfrysta. Gott er að hrista hrista ílátið fyrir gjöf þar sem fitan í brjóstamjólkinni skilur sig.
    • Leiðbeiningar um geymslutíma brjóstamjólkur heima eftir útskrift barns.
      BrjóstamjólkÍ stofuhita
      (26°C eða lægra)
      Í ískáp
      (4°C eða kaldara)
      Í frysti
      Fersk brjóstamjólk ííláti4 klst. 48 – 72 klst.
      Setja í ískáp innan
      1 klst. frá mjólkun
      Geyma aftast í ískáp þar sem er kaldast
      2 vikur í frystihólfi inni í ískáp
      3 mánuði í frysti með sérhurð
      6 - 12 mánuði í djúpfrysti
      (-18°C eða kaldara)
      Setja í frost innan 24 klst. frá mjólkun
      Brjóstamjólk sem var fryst og þídd í ískáp 4 klst.48 klst. frá þeim tíma sem mjólkin er tekin úr frystiEkki frysta aftur
      Þídd fyrir utan ískáp í volgu vatniÞar til gjöf er lokiðEkki setja aftur í ískápEkki frysta aftur
      Hide details for Þrif á mjaltavélumÞrif á mjaltavélum
    • Viðhalda góðu almennu hreinlæti við notkun mjaltavélar og meðhöndlun brjóstamjólkur, sér í lagi ef á að geyma hana til lengri eða styttri tíma. Gott er að skola/þvo mjaltasett með sápuvatni og skola vel með snarpheitu kranavatni eftir hverja notkun. Sjóða margnota sett einu sinni á dag (5mín), þurrka þau vel á eftir og geyma á hreinu, þurru svæði.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. ABM Clinical Protocol #8: Human milk storage information for home use for full-term infants. ,2010; 5(3): 127-130.

    2. Riodan J., og Wambach K Breastfeeding and Human Lactation. Fourth edt. India: Jones and Bartlett Publicers; 2010.

    3. Slutzah, og fl. Refrigeratore storage of expressed human milk in the neonatal intensive care unit. J. Pediatr.; 2010; 156 (1): 26-28.

    4. Walker, M. Breastfeeding Management for the Clinician. Using the evidence. Sec. edt. Canada: Jones and Bartletts Publishers; 2011.

    5. Expressing breast milk for sick and premature babies. The Royal Womens´s Hospital Fact Sheet, Australia, August, bls. 1-2; 2013.https://thewomens.r.worldssl.net/images/uploads/fact-sheets/Breastfeeding-Expressing-breast-milk-for-sick-preterm-babies.pdf

    6. Bæklingur: Að hefja mjólkurframleiðslu. Vökudeild Landspítala, 2014.

    7. Bæklingur: Umgengni og þrif á mjaltasettum og mjaltavélum á Landspítala. Vökudeild Landspítala, 2014.

Leitarorð: Geymsla brjóstamjólkur, brjóstamjólk, mjaltavél, þrif

    Ritstjórn

    Gróa Margrét Jónsdóttir
    Ingibjörg Eiríksdóttir - ingieiri

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    María G Þórisdóttir

    Útgefandi

    Gróa Margrét Jónsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 06/27/2017 hefur verið lesið 366 sinnum