../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-2115
Útg.dags.: 07/20/2022
Útgáfa: 5.0
17.06 Vannæring - mat á áhættu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa mati á áhættu á vannæringu.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir mat innan 24-48 klst. eftir innlögn sjúklings og endurmetur eftir þörfum.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Við mat á áhættu fyrir vannæringu eru eftirfarandi atriði sótt í sjúkraskrá:
    • Hæð
    • Þyngd

    Eftirfarandi atriði eru skráð í rafrænt eyðublað í sjúkraskrá:
    1. Ósjálfrátt þyngdartap („já“ eða „nei“) ásamt upplýsingum um hversu mikið og á hve löngum tíma ef við á. Ef óvíst er hvort sjúklingur hafi lést undanfarnar vikur eða mánuði þá er hakað við „veit ekki“.
    2. Önnur atriði eru skráð eftir því sem við á:
      • Ef sjúklingur er eldri en 65 ára
      • Dagleg uppköst í meira en þrjá daga
      • Daglegur niðurgangur (þunnar hægðir þrisvar á dag eða oftar)
      • Erfiðleikar við að kyngja eða tyggja
      • Sjúkrahúslega í fimm daga eða lengur síðastliðna tvo mánuði
      • Aðgerð sem telst veruleg síðastliðinn mánuð
      • Sjúkdómar:
        • Bruni
        • Innlögn vegna vannæringar
        • Fjöláverkar (multiple trauma)

    Skráning
    Skráning fer fram rafrænt í sjúkraskrá í þar til gert eyðublað sem finna má undir „Lífsmörk og mælingar“. Mikilvægt er að ljúka skráningu allra þátta eyðublaðsins áður en vistað er. Þegar öll atriði hafa verið skráð reiknast út heildarstig.
    Túlkun og eftirfylgni
    • Ef sjúklingur er með 5 stig eða fleiri eru taldar sterkar líkur á vannæringu. Fyrir lungna- og krabbameinssjúklinga er miðað við 4 stig eða fleiri.
    • Beiðni um næringarráðgjöf er send í gegnum sjúkraskrá teljist sjúklingur með sterkar líkur á vannæringu.
    • Næringarfræðingur setur upp viðeigandi næringarmeðferð og skráir í sjúkraskrá.

    Eyðublöð

    Mat á áhættu á vannæringu.pdfMat á áhættu á vannæringu.pdf Screening for nutritional risk.pdfScreening for nutritional risk.pdf
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga
    2. Gudny Geirsdottir, O., & Thorsdottir, I. (2008). Nutritional status of cancer patients in chemotherapy; dietary intake, nitrogen balance and screening. Food Nutr Res, 52. doi:10.3402/fnr.v52i0.1856
    3. Ingadottir, A. R., Beck, A. M., Baldwin, C., Weekes, C. E., Geirsdottir, O. G., Ramel, A.,Gíslason, T. og Gunnarsdottir, I. (2018). Two components of the new ESPEN diagnostic criteria for malnutrition are independent predictors of lung function in hospitalized patients with chronic obstructive pulmonary disease (COPD). Clinical Nutrition, 37(4), 1323-1331. doi:10.1016/j.clnu.2017.05.031
    4. Thorsdottir, I., Eriksen, B., & Eysteinsdottir, S. (1999). Nutritional status at submission for dietetic services and screening for malnutrition at admission to hospital. Clin Nutr, 18(1), 15-21. doi:10.1054/clnu.1998.0234
    5. Thorsdottir, I., Gunnarsdottir, I., & Eriksen, B. (2001). Screening method evaluated by nutritional status measurements can be used to detect malnourishment in chronic obstructive pulmonary disease. J Am Diet Assoc, 101(6), 648-654. doi:10.1016/S0002-8223(01)00163-8
    6. Thorsdottir, I., Jonsson, P. V., Asgeirsdottir, A. E., Hjaltadottir, I., Bjornsson, S., & Ramel, A. (2005). Fast and simple screening for nutritional status in hospitalized, elderly people. J Hum Nutr Diet, 18(1), 53-60. doi:10.1111/j.1365-277X.2004.00580.x

    Ritstjórn

    Áróra Rós Ingadóttir - aroraros
    Margrét Sjöfn Torp
    Kolbrún Gísladóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingibjörg Gunnarsdóttir

    Útgefandi

    Kolbrún Gísladóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/06/2011 hefur verið lesið 2550 sinnum