../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-494
Útg.dags.: 05/27/2019
Útgáfa: 1.0
12.08.01 Þrýstingssár - mat á ástandi húðar
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skoðun og mati á húð með tilliti til þrýstingssára við innlögn og hjá inniliggjandi sjúklingum sem eru metnir með áhættu á myndun þrýstingssára (< 18 stig á Bradenkvarða).
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur eða læknir framkvæma skoðun og mat við innlögn. Eftir það framkvæmir heilbrigðisstarfsmaður skoðun og mat að lágmarki einu sinni á morgunvakt og einu sinni á kvöldvakt.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Mat á húð
    1. Húð er skoðuð frá hvirfli til ilja m.t.t. roða, fölva, sára, hitastigs, raka, bjúgsöfnunar og staðbundinna verkja í húð.
    2. Svæði sem eru útsett fyrir þrýstingssárum eru skoðuð sérstaklega (sjá mynd neðar). Þau eru hælar, spjaldhryggur, setbein, mjaðmir, hnakki, eyru, olnbogar og önnur svæði þar sem grunnt er á beini. Einnig þarf að skoða húðsvæði sem hulin er sokkum, teygjubindum og þröngum fötum, og húðsvæði sem eru í snertingu við tæki, slöngur og áhöld.
    3. Roðablettur sem finnst við skoðun og hvítnar ekki þegar þrýst er á hann með fingri er skoðaður og þreifaður vandlega.

    Vísbendingar um byrjandi sár
    Breytingar á lit, hitastigi, áferð og tilfinningu í yfirborði húðar. Hjá einstaklingum með dökkan hörundslit geta vísbendingar verið fölvi, bólga og hersli án þess að roði í húð sjáist.

    Viðbrögð
    • Ef roði eða sár finnst á sjúklingi er það stigað eftir alvarleika vefjaskemmdar og skráð.
    • Viðeigandi forvörnum er beitt.

Ritstjórn

Berglind G Chu
Guðbjörg Pálsdóttir - gpsara
Guðný Einarsdóttir - gudnye
Ingibjörg Sigurþórsdóttir
Sigrún Sunna Skúladóttir
Margrét Sjöfn Torp
Kristrún Þórkelsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Sigrún A Hafsteinsdóttir

Útgefandi

Kolbrún Gísladóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 07/03/2017 hefur verið lesið 793 sinnum