../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Handbók
Skjalnúmer: HBB-41110-160
Útg.dags.: 10/11/2016
Útgáfa: 2.0
30.09.03 Sýnataka
Rétt sýnataka, merking og persónuvottun tryggir að Blóðbankanum berist rétt sýni til rannsókna þannig að töf verði ekki á afgreiðslu blóðhluta.
Athugið að alltaf verður beiðni að fylgja sýnum sem berast til Blóðbankans:
Blóðbankabeiðni, rannsóknir og blóðhlutar.
Merkingar sjúklinga:
Sjúklingar eiga að vera merktir persónuauðkennum
í samræmi við reglur þar að lútandi
Sýnataka:
Staðfesta að um réttan sjúkling sé að ræða.
Sjúklingur gefur sjálfur upp fullt nafn og kennitölu, nema ástand hans hamli því og skal þá nota armmerki.
Ef sjúklingur er ekki með armmerki þarf að fá annan starfsmann, sem veit hver sjúklingurinn er, til að staðfesta að um réttan sjúkling sé að ræða.
Sýnataka
í viðeigandi glös, sjá
upplýsingar á heimasíðu Blóðbankans
.
Ekki má taka sýni fyrir blóðflokkun og BAS/BKS á sama tíma.
BAS er staðfesting á að fyrri sýnataka og blóðflokkun hafi verið rétt og er þetta því mikilvægt
öryggisatriði.
Merkja skal sýni við hlið sjúklings, strax erftir sýnatöku.
Það er með öllu óheimilt að merkja sýni síðar eða annarsstaðar en við hlið sjúklings
Persónuvottun á beiðni.
Persónuvottun jafngildir ábyrgð þess starfsmanns sem tekur sýnið á að sýnið sé úr réttum sjúklingi og er mjög mikilvægur hluti af öruggri blóðbankaþjónustu.
Undirskrift þess starfsmanns sem tekur sýnið jafngildir ábyrgð á að sýnið sé úr réttum einstaklingi, sbr. "Undirritaður tók meðfylgjandi sýni úr einstaklingnum sem skráður er á sýnaglas og beiðni".
Blóðbankinn gerir ekki umbeðna rannsókn ef persónuvottun vantar, sýnið er rangt merkt, ómerkt eða mismunandi nafn á sýni og beiðni.
Ritstjórn
Guðrún Svansdóttir
Samþykkjendur
Guðrún Svansdóttir
Ábyrgðarmaður
Guðrún Svansdóttir
Útgefandi
Ína B Hjalmarsdóttir
Upp »