../ IS
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-181
Útg.dags.: 09/29/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Testósterón virkt
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Testósterón er aðal kynhormón karla, en það er einnig framleitt í litlu mæli í konum. Hjá körlum er um 95% af testósteróni myndað í eistum en 5% í nýrnahettum. Hjá konum myndast um 25% testósteróns í eggjastokkum, 25% í nýrnahettum og 50% myndast úr öðrum sterum, einkum í lifur og vöðvum. Hjá körlum er það fyrst og fremst LH (lútrópín) sem stjórnar myndun testósteróns. Í blóði er testósterón að finna á þremur formum. Einn hluti þess er sterkt bundinn flutningspróteininu sex hormone binding globulin (SHBG), annar er laust bundinn albúmíni og örlítill þriðji hluti þess er frír. Frítt testósterón og albúmín-bundið testósterón er líffræðilega virkt testósterón (bioavailable testosterone).
Reikna má út
líffræðilega virka hluta testósteróns (bioavailable testosterone) með því að mæla samtímis styrk testósteróns, SHBG og albúmíns í sermi. Oftast er þó miðað við ákveðið fast gildi albúmíns þar sem sýnt hefur verið fram á að vægar sveiflur í styrk albúmíns í sermi, allt að 25% hafa lítil sem engin áhrif á niðurstöður. Hér á Klínískri lífefnafræðideild hefur verið ákveðið að nota 42 g/L sem fasta fyrir albúmín við útreikninga á virku testósteróni.
ATH! Ekki er hægt að reikna út virkt testósterón ef samsetning plasmapróteina er mjög óeðlileg, sérstaklega eins og lágt albúmín við nýrungaheilkenni (nephrotic syndrom) og skorpulifur, ófrískar konur þar sem samsetning plasmapróteina er önnur en venjulega og þegar karlmenn eru meðhöndlaðir með andrógenum.
Helstu ábendingar:
Helsta ábendingin fyrir að mæla og reikna virkt testósterón er grunur um hypogonadismus hjá körlum, sérstaklega þegar SHBG er mjög hátt eða lágt. Einnig er það gagnlegt við greiningu á hyperandrogenisma hjá konum.

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Guðmundur Sigþórsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/05/2011 hefur verið lesið 10024 sinnum