../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-171
Útg.dags.: 09/29/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 Renín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Renín er próteinkljúfandi ensím sem er framleitt í svokölluðum nándargaukulsfrumum (juxtaglomerular cells) í nýrum og losað út í blóðrásina við ákveðin áreiti, þ.e. minnkaðan blóðþrýsting í nýrnaæðum, lágan natríumstyrk í blóði og við beta-adrenergra örvun. Í blóðrásinni klýfur renín angíótensínógen í angíótensín I sem síðan er klofið áfram niður í angíótensín II af angíótensín umbrjótandi ensími (ACE). Angíótensín II veldur æðasamdrætti og örvar framleiðslu aldósteróns. Heildaráhrifin af virkjun renín-angíotensín kerfisins eru til hækkunar á blóðþrýstingi og til leiðréttingar á styrk natríums og kalíums í blóði. Mæliaðferðin sem hér er notuð (Diasorin) mælir styrk virks reníns (active renin) í blóði.
Helstu ábendingar: Grunur um afleiddan háþrýsting (secunder hypertension), t.d. vegna frumkomins aldósterónheilkennis (primer hyperaldosteronism) eða vegna nýrnaæðasjúkdóma.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Chemiluminescence immunoassay (CLIA) á Diasorin XS immunoassay analyzer.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Undirbúningur sjúklings: Blóði skal safnað milli klukkan 07-09 að morgni. Almennt skal miða við að sjúklingur hafi setið í a.m.k. 10 mínútur fyrir sýnatöku. Við nákvæmari rannsókn vegna gruns um frumkomið aldósterónheilkenni er mælt með samráði við innkirtlasérfræðing varðandi frekari undirbúning sjúklings fyrir sýnatöku (t.d. tímabundið hlé á inntöku ákveðinna lyfja, stjórnun á saltinntöku og það hvort sýni skuli tekið eftir næturlegu og/eða eftir 2-4 tíma upprétta stöðu/gang).

Gerð og magn sýnis: EDTA plasma, 1 ml. Sýni tekið í glas með fjólubláum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner. Blóðtökuglas má ekki kæla fyrir blóðtöku og sýnið má aldrei geyma í kæliskáp né fara í kæliskilvindu því að lágt hitastig getur virkjað niðurbrot pro-reníns yfir í renín og þannig valdið falskri renín hækkun. Skilja skal sýnið strax niður og frysta plasmað.

Geymsla: Plasma geymist í 3 klst við stofuhita og í 4 vikur við -20°C. ATH: Aldrei geyma í kæli.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Fullorðnir:
Viðmiðunarmörk (mIU/L)
Liggjandi
2,8 - 40
Standandi
4,4 - 46

Börn: Renín gildi eru hærri hjá börnum en fullorðnum, sérstaklega hjá nýburum en fara svo lækkandi fram á táningaldur.

Viðmiðunarmörk eru fengin frá Diasorin (aðferð tekin í notkun á Landspítala í janúar 2023).
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun Renínstyrkur er háður líkamsstöðu (liggjandi/standandi) og saltinntöku auk þess sem væg dægursveifla er til staðar (hæst gildi mælast snemma morguns).

    Hækkun: Hár renín styrkur finnst m.a. við nýrnaæðasjúkdóma, renín framleiðandi æxli og Addison sjúkdóm. Ákveðin lyf valda hækkun á renín styrk í plasma, t.d. ACE hemlar, angiotensín II blokkar, þvagræsilyf og kalsíumgangalokar. Saltsnautt fæði hækkar renínstyrk svo og hár styrkur katekólamína í blóði. Renín hækkar á meðgöngu.
    Lækkun: Lág renín gildi finnast m.a. við frumkomið aldósterónheilkenni og við ákveðnar gerðir af meðfæddum nýrnahettuauka (congenital adrenal hyperplasiu (CAH)). Mikil saltneysla og lakkrísát valda renín lækkun. Meðferð með betablokkerum og NSAID gigtarlyfjum eru dæmi um lyf sem geta lækkað renín styrk.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Fylgiskjöl framleiðanda hvarfefnanna - LIAISON Direct Renin 200/007-906, 11-2022-06.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 18232 sinnum