../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-083
Útg.dags.: 12/28/2022
Útgáfa: 8.0
2.03 Blóðtaka
Hide details for SýnatakaSýnataka
    Hide details for Almennt - ForrannsóknarferliAlmennt - Forrannsóknarferli
    Mikilvægt er að rétt sé staðið að blóðtökum til að tryggja fullnægjandi gæði blóðsýna og áreiðanlegar rannsóknarniðurstöður. 60 - 70% allrar skekkju við mælingar rekja til þátta í forrannsóknarferli s.s. blóðtöku og meðhöndlunar sýna.
    Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
    Einnota hanskar (Latex, Vínyl eða Nítríl)
    Sótthreinsvökvi t.d. 70% ísóprópyl alkóhól eða klórhexidín spritt. (Klórhexidín spritt á ekki að nota á börn yngri en 2 mánaða)
    Hrein bómull/Grisjur
    Hreinn plástur
    Stasi
    Nálahólkur
    Sterilar nálar með öryggishlíf
    Fiðrildanálar (butterfly) 21 eða/og 23 Gauge með öryggishlíf
    Sýnaglös
    Nálabox fyrir notaðar nálar
    Ruslabox
    Handspritt


    Nálabox Stasi Sterilar nálar Fiðrildanálar (butterfly) Sýnaglös

    Hide details for Auðkenni og undirbúningur sjúklingsAuðkenni og undirbúningur sjúklings
    Auðkenni sjúklings
    Til að tryggja að blóðsýni sé tekið úr réttum einstaklingi er sjúklingur spurður um nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á beiðni og límmiðum. Ef sjúklingur er ófær um að veita þessar upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af hjúkrunarfræðingi, lækni, aðstandanda eða af auðkennisarmbandi.

    Undirbúningur sjúklings
    1. Fasta: Athugað er hvort sjúklingur er fastandi fyrir mælingar sem krefjast föstu.
      Oftast þarf sjúklingur að vera fastandi frá miðnætti (8 klst fasta). Ef sjúklingur er ekki fastandi er blóðtöku frestað til næsta dags.
    2. Vökvainngjöf: Ef verið er að gefa sjúklingi vökva um æðalegg í handlegg þá er blóð tekið úr gagnstæðum handlegg. Ef það er ekki möguleiki af einhverjum ástæðum er lokað fyrir vökvainngjöf í 5-10 mínútur áður en blóð er tekið úr handlegg með vökvainngjöf. Hjúkrunarfræðingur eða læknir sjúklings sjá um að stöðva vökvainngjöfina.
    3. Fistill: Blóðsýni er ekki tekið úr handlegg með fistli.
    4. Brjóstnám (mastectomy) : Forðist að taka blóðsýni úr handlegg þeim megin sem brjóstnám hefur verið gert, hafi holhandareitlar jafnframt verið fjarlægðir.
    Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Hide details for BlóðtakaBlóðtaka
      1. Blóðtökuglös valin í samræmi við umbeðnar rannsóknir.
      2. Hendur þess sem tekur blóðið eru sótthreinsaðar/sprittaðar og látnar "loft-þorna".
      3. Hanskar settir upp.
      4. Stasi settur á handlegg 7-10 cm fyrir ofan stungustað og hert varlega að. Stasi á ekki að vera hertur lengur en í eina mínútu.
      5. Leitað að góðri æð til blóðtöku í olnbogabót. Ef nothæf æð finnst í hvorugri olnbogabót þá er handarbak sjúklings næsta val en síðan fótur sjúklings.
        Ef erfiðlega gengur að finna æð með hönskum þá er hægt að leita án hanska en setja þá síðan upp áður en stungið er.



      6. Þegar æð er fundin er stasi losaður og stungusvæðið sótthreinsað og látið "loftþorna" í 0,5-2 mínútur áður en blóðtaka er gerð.
      7. Stasi hertur varlega aftur, öryggisnál með hólk tekin úr umbúðunum. Ef stungusvæði er snert er það sótthreinsað. Op nálar er látið snúa upp á við, æð er haldið stöðugri með fingri neðan við stungustað og stungið mjúklega en ákveðið í æð undir 10°-30° horni.
      8. Þegar nálin er komin alveg inn í æð er hólknum haldið stöðugum með því að styðja sig við handlegg sjúklings og blóðtökuglasi ýtt í hólkinn eins langt og unnt er. Þegar blóð byrjar að renna í blóðtökuglasið er stasi losaður og glas látið fyllast.
      9. Ef taka þarf í mörg blóðtökuglös er nálarhólknum haldið stöðugum á meðan glös eru tekin úr hólknum og nýjum blóðtökuglösum ýtt inn í hólkinn.


      10. Þegar tekið er í mörg blóðtökuglös eru þau tekin í eftirfarandi röð:
        1. Citrate glös fyrir storkupróf (blár tappi) .
        2. Serum glös með (rauður/gulur) eða án gels (rauður/svart)
        3. Heparin glös með eða án gels (grænn tappi)
        4. EDTA glös (fjólublár tappi) .Citrate glös fyrir sökk (löng mjó glös með svörtum tappa) .
      11. Blóðtökuglösunum er velt varlega 5-10 sinnum eftir blóðtöku. Það má aldrei hrista glösin.
      12. Þegar tekið hefur verið í síðasta blóðtökuglasið er það tekið úr hólknum áður en nálin sjálf er fjarlægð. Hrein bómull er lögð yfir stungusvæði, nál dregin út og öryggishlíf smellt utan um nálina, þrýst á bómullina og beðið eftir að hætti að blæða úr stunguopinu. Hreinn plástur er settur yfir bómullina og stasi fjarlægður.
      13. Notuðum nálum með hólkum og ónýtum glösum er hent í nálaboxið en notaðri bómull og öðru hent í ruslaboxið.
      14. Glös eru merkt með persónuupplýsingum sjúklings. Blóðtökuglös eru alltaf merkt hjá sjúklingnum.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
      Röð blóðtökuglasa við blóðtökur.pdfRöð blóðtökuglasa við blóðtökur.pdf
      Hide details for Blóðtaka úr börnumBlóðtaka úr börnum
      • Blóðtaka úr börnum krefst sérstakrar meðhöndlunar til að tryggja öryggi og líðan barns.
      • Æskilegt er að blóðtaka sé gerð af vönum og vel þjálfuðum starfmanni.
      • Rétt er að fá foreldra til að aðstoða við að halda barninu kyrru við blóðtöku (sjá mynd).
      • Foreldrar staðfesta auðkenni barns sem er borið saman við merkingu á glasi.
      • Áhöld þau sömu og við blóðtöku fullorðinna, en yfirleitt er notuð "fiðrildanál" við blóðtökur barna.
      • Oft er notaður deyfiplástur (EMLA plástur eða krem) eða Lidocaine spray fyrir blóðtökur hjá börnum.


      Hide details for Blóðtaka úr sjúklingnum í einangrunBlóðtaka úr sjúklingnum í einangrun
      Reglum varðandi sjúklinga í einangrun er fylgt. Allt sem nota þarf til blóðtöku á að vera til staðar í einangrunarherberginu. Að blóðtöku lokinni eru það aðeins glösin sem tekin eru með út af stofunni en annað er skilið eftir . Glös eru sprittuð áður en farið er með þau út af stofunni.

Hide details for HeimildirHeimildir
  1. WHO guidelines on drawing blood: best practices in phlebotomy 2010.
  2. Kennslugögn Helgu Ólafsdóttur kennslulífeindafræðings.
  3. TIETZ Textbook of CLINICAL CHEMISTRY AND MOLECULAR DIAGNOSTICS . Chapter 2 Specimen Collection and Processing.
  4. CLSI H3-A6 Procedures for the collection of diagnostic blood specimens by venipuncture.

    Ritstjórn

    Kristín Sigurgeirsdóttir
    Alda Steingrímsdóttir
    Auður Ýr Þorláksdóttir - thorlaks
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir - dagmarsl
    Erna Knútsdóttir - ernakn
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Gunnhildur Ingólfsdóttir
    Helga Bjarnadóttir
    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Sara Björk Southon - sarabso
    Sigrún H Pétursdóttir
    Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur
    Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Gyða H Einarsdóttir

    Útgefandi

    Gunnhildur Ingólfsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/19/2011 hefur verið lesið 14377 sinnum