../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-062
Útg.dags.: 02/18/2015
Útgáfa: 1.0
2.02.06.101 TS nýru með skuggaefni (urografia)
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Tölvusneiðmyndir af þvagfærum án og með skuggaefni.
Samheiti: CT Urografia.
Pöntun: Röntgensvör, sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Æxli, blóðmiga o.fl.
Frábendingar: Skuggaefnisofnæmi. Þungun.
    Hátt kreatíningildi / skert nýrnastarfsemi: Skuggaefnismagn sem gefið er í æð er reiknað út frá serum kreatínin, því þarf nýleg blóðprufa að liggja fyrir, einnig er stuðst við aldur, hæð og þyngd. Upplýsingar um serum kreatínin má finna inn á innraneti LSH, sjá Heilsugátt. Sjúklingi með bráða nýrnabilun er ekki gefið skuggaefni. Þetta á ekki við um einstakling sem er reglulega í blóðskilun.

    Sykursýkislyf: Noti einstaklingur sykursýkislyf sem inniheldur Metformin, sem eru lyf eins og Glucophage, Glucovance eða Avandmet og nýrnastarfsemi er eðlileg
    skal hætta inntöku metformin-lyfs rannsóknardag og ekki byrja aftur fyrr en 48 klst. eftir rannsóknina.
    Ef gefa þarf skuggaefni í bráðarannsókn er æskilegt að endurtaka serum kreatínin mælingu eftir rannsókn.
    Sjúklingur með skerta nýrnastarfsemi sem tekur metformin-lyf skal hætta töku lyfs 48 klst. fyrir rannsókn og 48 klst. eftir skuggaefnisgjöf.

    Ofnæmi: Við þekkt joðskuggaefnisofnæmi þarf lyfjaforgjöf. Sjá Ofnæmislyf - Joðskuggaefni.
    Einstaklingur utan spítala geta nálgast ofnæmislyf á röntgendeild tveimur dögum fyrir rannsókn.
Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

Undirbúningur: Enginn undirbúningur er fyrir rannsókn en mælt er með að fjarlægja skartgripi á rannsóknarsvæði áður en komið er í rannsókn.
  • Stundum þarf að hætta töku sykursýkislyfja, sjá frábendingar.
  • Ef vitað er um ofnæmi fyrir skuggaefni sem gefið er í æð á röntgen þarf undirbúning, sjá frábendingar.

Aðferð: Liggja þarf á bakinu á rannsóknabekk með hendur upp fyrir höfuð. Gefið er skuggaefni, visipaque í æð og því þarf að setja upp æðalegg í handlegg.
Mikilvægt er að liggja kyrr allan tímann til að forðast myndgalla.
Geislafræðingur framkvæmir rannsóknina. Við tölvusneiðmyndir er notað röntgentæki sem gefur frá sér jónandi geislun og hægt er að skoða myndir í öllum mögulegum sniðum og í tví- og þrívídd. Það getur gefið ítarlegar upplýsingar um ástand líffæra og æða.

Tímalengd: 30 mín.

Eftirmeðferð: Engin, en gott er að vera í góðu vökvajafnvægi og drekka vel af vatni eftir skuggaefnisgjöf.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, þegar svar hefur verið staðfest. Oftast er það næsti virki dagur. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir í heilsugátt á innri vef.

Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.

Ritstjórn

Alda Steingrímsdóttir
Svanhvít Hulda Jónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Pétur Hannesson

Útgefandi

Alda Steingrímsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/25/2015 hefur verið lesið 1445 sinnum