../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-042
Útg.dags.: 10/02/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 CA 19-9 æxlisvísir
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Æxlisvísirinn CA 19-9 er glýkólípíð-antigen og hluti Lewis blóðflokka antigensins. Í plasma er CA 19-9 antigenið að finna á glýkolípið-proteini (mucin) með breytilega sameindaþyngd á bilinu 200-1000 kDa. CA 19-9 próteinið er tjáð á yfirborði fruma í brisi, gallvega, maga, ristli, lifur, lungum og legslímhúð. Það getur losnar af yfirboði frumnanna og borist út í plasma bæði frá góðkynja og illkynja frumum. Um 5% einstaklinga myndar ekki antigen Lewis blóðflokksins og tjá því ekki CA-19-9 antigenið.
Helstu ábendingar: Æxlisvísirinn CA 19-9 er helst notaður við eftirfylgni og mat á sjúkdómsgangi hjá sjúklingum með briskirtils- og gallgangakrabbamein. Ekki er mælt með að nota CA 19-9 til skimunar.
Hide details for MæliðaðferðMæliðaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers). Við mælinguna eru notuð tvö einstofna mótefni, þ.e. biotín-merkt CA 19-9-sértækt mótefni og ruthenium-merkt CA19-9 sértækt mótefni
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: 0,5 ml lithíum heparin plasma. Hægt er að nota sermi, en ekki er hægt að nota sítrat-plasma.
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.

Sjúklingar sem fá bíótínskammta (<5 mg/dag) verða að láta a.m.k. 8 klst. líða frá bíótín inntöku þar til sýni er tekið, að öðrum kosti má búast við falskri hækkun.

Geymist 5 daga í kæli.
Mæling er gerð alla daga.
Mælt á Rannsóknarkjarna Hringbraut.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 35 kU/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun: 80-95% sjúklinga með briskirtilskrabbamein eru með hækkað gildi CA 19-9 í plasma og er fylgni á milli stærðar krabbameins og árangurs af meðferð. Verulegar hækkanir geta einnig komið við krabbamein í maga og ristli.
    Væg hækkun á CA 19-9 getur orðið við marga góðkynja sjúkdóma svo sem við marga bólgusjúkdóma I meltingarvegi og lifur, briskirtilsbólgu, gallgangabógu, lungnasjúkdóma sem og slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis).
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Roche fylgiseðill: CA19-9 Cobas, REF 07027028190 2017.05 v.2.0
    Peter Nilsson-Ehle, red. Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Lund: Studentlitteratur 2012 síður 637-638.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Ísleifur Ólafsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 2758 sinnum