../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-182
Útg.dags.: 09/10/2019
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Testósterón/SHBG hlutfall
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Testósterón er aðal kynhormón karla og konur framleiða það einnig í litlu mæli. Hjá körlum er um 95% af testósteróni myndað í eistum en 5% í nýrnahettum. Hjá konum myndast um 25% testósteróns í eggjastokkum, 25% í nýrnahettum og 50% myndast úr öðrum sterum, einkum í lifur og vöðvum. Hjá körlum er það fyrst og fremst LH (lútrópín) sem stjórnar myndun testósteróns. Í blóði er testósterón að finna á þremur formum. Einn hluti þess er sterkt bundinn flutningspróteininu sex hormone binding globulin (SHBG), annar er laust bundinn albúmíni og örlítill þriðji hluti þess er frír. Frítt testósterón og albúmín-bundið testósterón er líffræðilega virkt testósterón (bioavailable testosterone).
Með mælingum á styrk testósteróns og SHBG í sermi er hægt að reikna út svokallað andrógen hlutfall sem kemur að gagni við grun um hyperandrogenisma hjá konum og börnum.

Helstu ábendingar:
Helstu ábendingar fyrir að mæla og reikna testósterón/SHBG hlutfall er grunur um hyperandrógenisma hjá konum og börnum.Einnig grunur um fjölblöðru eggjastokka.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
0,5 mL af plasma. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner

Mælt er með því að sýni séu tekin að morgni þar sem mikil sólahringssveifla er á þéttni testósteróns í blóði.
Sýni geymist 3 daga í kæli, en einn mánuð í frysti. Ekki skal frysta sýni oftar en einu sinni.
Mæling er gerð alla daga á Hringbraut
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Konur 20-49 ára: < 0,06
Konur
50 ára: <0,04
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Hyperandrogenismus eins og hirsutism og virilisering.
    Lækkun:

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/06/2011 hefur verið lesið 2049 sinnum