../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-107
Útg.dags.: 11/09/2022
Útgáfa: 5.0
2.02.03.01.01 Klóríð
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Í mannslíkamanum er um 2,1 mól eða 75 g af klórjón. Um 80% af klóríði er í utanfrumuvökva og er klóríðjónin helsta utanfrumuanjónin . Klóríð síast frítt í gauklum nýrna, en 99% er endurupptekið í píplum með natríum. Breytingar í styrk klóríðs í plasma fylgir breytingum í styrk natríum nema við truflanir í sýru/basa jafnvægi. Þegar bikarbónat styrkur eykst (metabolisk alkalosa og respiratorisk acidosa) þá lækkar P/S-Klóríð. Þegar bíkarbónat styrkur minnkar (metabólisk acidósa og respiratorisk alkalosa) hækkar P/S-Klóríð. Magasafi inniheldur mikið af klórjónum og geta sjúklingar tapað miklu magni klórjóna við uppköst. Hjá börnum yngri en 3ja ára sjást alloft hærri og lægri gildi en gefin viðmiðunarmörk.
Mæling á styrk klóríðjónar er gerð með jónasértækum rafskautum.
Helstu ábendingar rannsóknar: Mat á vökva- og saltjafnvægi sem og sýru/basa jafnvægi. Styrkur klóríðs er notaður við að reikna út anjónabil.
    Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
    Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner Vacuette.

    Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
    Geymist í 7 daga í kæli og > mánuð fryst.
    Sýni má senda við stofuhita.
    Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar

    Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
    98 - 110 mmol/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Þurrkur (dehydration) og nýrnabilun. Í sumum tilfellum af metaboliskri acidosis og respiratoriskri alkalosis.
    Lækkun: Vatnseitrun. SIADH (syndrome of inappropriate ADH). Kompenseruð respiratorisk acidosis og metabolisk alkalosis. Kompensation vegna hækkunar annarra anjóna t.d. laktats í lactic acidosis. Klórtap vegna uppkasta eða mikils svitataps.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Method Sheet ISE indirect Na-K-Cl , REF10825441, V1.0. Roche Diagnostics, 2018-11.
    2. Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 61-62.
    3. Bukerhåndbok I Klinisk Kemi. Stakkestad,JA, Åsberg A. Akademisk Fagforlag AS, Haugesund, Noregur 1997; síða 240 -242.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/09/2011 hefur verið lesið 1872 sinnum