../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-107
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Klóríð
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Í mannslíkamanum er um 2,1 mól eða 75 g af klórjón. Um 80% af klóríði er í utanfrumuvökva og er klóríðjónin helsta utanfrumuanjónin . Klóríð síast frítt í gauklum nýrna, en 99% er endurupptekið í píplum með natríum. Breytingar í styrk klóríðs í plasma fylgir breytingum í styrk natríum nema við truflanir í sýru/basa jafnvægi. Þegar bikarbónat styrkur eykst (metabolisk alkalosa og respiratorisk acidosa) þá lækkar P/S-Klóríð. Þegar bíkarbónat styrkur minnkar (metabólisk acidósa og respiratorisk alkalosa) hækkar P/S-Klóríð. Magasafi inniheldur mikið af klórjónum og geta sjúklingar tapað miklu magni klórjóna við uppköst. Hjá börnum yngri en 3ja ára sjást alloft hærri og lægri gildi en gefin viðmiðunarmörk.
Mæling á styrk klóríðjónar er gerð með jónasértækum rafskautum.
Helstu ábendingar rannsóknar: Mat á vökva- og saltjafnvægi sem og sýru/basa jafnvægi. Styrkur klóríðs er notaður við að reikna út anjónabil.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Klóríð styrkur sýnis er mældur með jónasértæku rafskauti (ion-selective electrode) í svokallaðri ISE einingu Cobas tækja. Klóríð rafskaut og viðmiðunar-rafskaut (reference electrode) eru framleidd af Roche Diagnostics.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner Vacuette.

Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Geymist í 7 daga í kæli og > mánuð fryst.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
98 - 110 mmol/L.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Hækkun: Þurrkur (dehydration) og nýrnabilun. Í sumum tilfellum af metaboliskri acidosis og respiratoriskri alkalosis.
Lækkun: Vatnseitrun. SIADH (syndrome of inappropriate ADH). Kompenseruð respiratorisk acidosis og metabolisk alkalosis. Kompensation vegna hækkunar annarra anjóna t.d. laktats í lactic acidosis. Klórtap vegna uppkasta eða mikils svitataps.
Hide details for HeimildirHeimildir
  1. Method Sheet ISE indirect Na-K-Cl , REF10825441, V1.0. Roche Diagnostics, 2018-11.
  2. Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 61-62.
  3. Bukerhåndbok I Klinisk Kemi. Stakkestad,JA, Åsberg A. Akademisk Fagforlag AS, Haugesund, Noregur 1997; síða 240 -242.

Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Ísleifur Ólafsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Fjóla Margrét Óskarsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/09/2011 hefur verið lesið 2275 sinnum