../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-105
Útg.dags.: 08/04/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Karboxýhemóglóbin (COHB)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Kolmónoxíð (CO, kolsýringur) er lyktar- og litlaus lofttegund sem myndast við ófullkominn bruna. CO er banvænt ef það er í miklum mæli í innöndunarlofti. Þá binst það hemóglóbíni mun fastar en súrefni gerir, ryður því í burtu og hindrar súrefnisflutning. Hemóglóbín, sem hefur bundið kolmónoxíð í stað súrefnis, kallast karboxyhemóglóbín. B-Karboxyhemóglóbín gefur til kynna hve mikið af hemóglóbíninu í blóðinu er bundið CO og er mælikvarði á kolmónoxíðeitrun.
Ábendingar: Grunur um kolmónoxíðeitrun
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Að minnsta kosti 0,5 ml af blóðsýni skal taka úr slagæð eða bláæð í heparíniseraða sprautu og senda rannsóknastofu sem fyrst eftir sýnatöku.
Mæling verður framkvæmd um um leið og sýni berst.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Fólk sem ekki reykir: 0,5 - 1,5 %
Reykingafólk: 2 - 10 %
Gildi yfir 10 % sjást eingöngu við kolmónoxíðeitranir.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun:
    Stundum er misræmi milli einkenna af kolmónoxíðeitrun og mælds B-Karboxyhemóglóbíns af ýmsum ástæðum. Þegar B-Karboxyhemóglóbín er 10-40% má búast við vaxandi höfuðverki, ógleði, hjartslætti, andþyngslum og skyntruflunum þegar um bráða eitrun er að ræða. Við 40-60% fylgir skerðing á heilastarfsemi og meðvitund ásamt truflun á blóðrás og öndun. Búast má við dauða við 60-80%. Athygli er vakin á því að karboxyhemóglóbín truflar súrefnisskynjara sem settir eru á húð (pulse oximetry) þannig að þeir sýna hærri súrefnismettun en raun er á.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Ólöf Sigurðardóttir - olsi

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 1532 sinnum