../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer: Rblóð-051
Útg.dags.: 05/14/2012
Útgáfa: 2.0
2.02.03.01.01 P-Kekkjun blóðflaga
Rannsóknir - Almennt
Rannsóknir - Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Eðlilegar blóðflögur kekkjast (loða saman) við espun (activation) með ýmsum efnum. Meðal þeirra eru ADP, adrenalin, collagen, ristocetin, trombín og mörg fleiri. Rannsóknin er tímafrek og aðeins gerð í samráði við lækna rannsóknastofu í blóðmeinafræði.
Sýnataka, sending og geymsla
Sýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
30 ml blóð tekið í 3,2% natríumsítrat sem storkuvara í hlutföllunum 9:1.
Rannsóknin er tímafrek og aðeins gerð í samráði við lækna rannsóknastofu í blóðmeinafræði og
nauðsynlegt er að panta tíma á rannsóknadeild Hringbraut fyrir blóðflögukekkjun
.
Lífeindafræðingur í storkurannsóknum sér um blóðtöku
.
Sýnið á ekki að kæla.
Gæta skal þess að sjúklingur hafi ekki tekið lyf sem innihalda acetylsalicylsýru, síðustu 10 dagana fyrir rannsóknina
eða aðra blóðflöguhemla í a.m.k. 7-10 daga. Eftir blóðflögugjöf þurfa að líða 12 dagar áður en blóðflögukekkjun er gerð.
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
Niðurstöður eru túlkaðar af læknum blóðmeinafræðideildar
Niðurstöður
Niðurstöður
Svar:
Túlkun
Hækkun:
Læknar blóðmeinafræðideildar túlka niðurstöður.
Lækkun
:Læknar blóðmeinafræðideildar túlka niðurstöður.
Breytileiki:
Fjölmargt hefur áhrif á tilhneigingu blóðflaga til að kekkjast. Aukin tilhneiging hefur m.a. fundist í hyperlipidemiu. Skert eða upphafin kekkjun getur verið áunnin (fylgir t.d. neyslu aspiríns og fleiri lyfja, í myeloprólíferatífum sjúkdómum) eða meðfædd í ýmsum arfgengum blóðflögugöllum og fleiri arfgengum sjúkdómum.
Heimildir
Heimildir
Ritstjórn
Brynja R. Guðmundsdóttir
Loic Jacky Raymond M Letertre
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Páll Torfi Önundarson
Útgefandi
Upp »