../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-101
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Kalsíum í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Sjá S-Kalsíum. Útskilnaður kalsíum í þvagi er háður þéttni jónaðs kalsíums í plasma og einnig gaukulsíunarhraða, starfsemi tubuli og þéttni parathyroidhormóns (PTH) í blóði, en PTH stjórnar endurupptöku kalsíums í tubuli. Mikill útskilnaður á kalsíum í þvagi eykur líkur á myndun nýrnasteina. Þættir sem hafa áhrif á kalsíumútskilað eru próteinneysla, sýru-basa jafnvægi líkamans, fosfat- og þó einkum kalsíumneysla. Við túlkun niðurstaðna er nauðsynlegt að hafa hugmynd um kalsíumneyslu. Útskilnaður kalsíums er lægri hjá öldruðum. Nokkur dagsveifla er á útskilnaði kalsíums og er minnstur yfir nóttina, mestur fyrri hluta dags.
Helstu ábendingar: rannsóknir vegna nýrnasteina.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sólarhringsþvagi er safnað samkvæmt leiðbeiningum rannsóknastofunnar. Sýra skal þvagið með því að setja 25 mL af 50% ediksýru í söfnunarílát áður en söfnun hefst. Magn þvags mælt og 10-20 mL sendir til rannsóknar ásamt upplýsingum um þvagmagn. Má senda ósýrt á rannsóknastofu og sýra þvagsýnið þegar það kemur fram.
Geymist í 7 daga í kæli og > mánuð fryst.
Sýni má senda við stofuhita.
Mæling er gerð alla daga vikunnar

Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
2,5 - 8,0 mmol/24klst.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Hyperparathyroidismus. Útskilnaður er aukinn þegar S-kalsíum hækkar, einnig við svokallaða hyperkalcuria idiopatica og oft við ofstarfsemi skjaldkirtils, Aðrar ástæður geta verið D-vítamíneitrun, sarcoidosis, multiple myeloma, meinvörp í beinum, Cushingssjúkdóm og sterameðferð.
    Lækkun: Hypoparathyreoidismus, D-vítamínskortur, metabolisk alkalosis
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Bruger handbok I Klinisk Kjemi. Stakkestad JA, Åsberg A.Akademisk Fagforlag AS 1996
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders. 2012

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 4010 sinnum