../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-394
Útg.dags.: 10/06/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 Krómogranín A
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Krómógranín A (e. Chromogranin A) er prótein sem losnar úr frumum taugainnkirtlavefja (neuroendocrine tissues) samhliða hormónalosun. Sjúklingar með vel sérhæfð æxli af taugainnkirtla uppruna, t.d. carcinod æxli, hafa aukinn styrk krómógraníns A í blóði og tengsl eru á milli stærðar æxlis og magns krómógraníns A. Almennt má segja að krómógranín A sé næmur en ósértækur æxlisvísir fyrir æxli af taugainnkirtla uppruna.
Helstu ábendingar: Meðferðareftirlit og eftirfylgni í tengslum við carcinoid æxli. Getur stutt við aðrar rannsóknir við greiningu carcinoid æxla. Getur einnig hjálpað til við greiningu annarra æxla af taugainnkirtlavefja uppruna (t.d. pheochromocytoma, medullary thyroid carcinoma, ofl).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Enzyme-linked immunosorbent assay (ELISA) frá DIA Source.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Undirbúningur sjúklings: Sjúklingur skal vera fastandi. Sjúklingur skal ekki hafa tekið prótónpumpuhemla (proton pump inhibitor drugs) síðustu tvær vikur fyrir sýnasöfnun.

Gerð og magn sýnis: Serum, 0,5 ml. Sýni má safna bæði í glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) eða í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja).

Sýni þarf að skilja niður innan einnar klukkustundar frá blóðtöku við 3000 rpm í 10 mínútur og síðan frysta.

Geymsla:
Sýnið skal geyma frosið við -20ºC. (Sýni sem tekin eru utan Landspítala þarf að send frosin).
Mælt á rannsóknakjarna í Fossvogi
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
3 nmól/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Flestir sjúklingar með æxli af taugainnkirtlauppruna hafa hækkun á krómógraníni A (t.d. carcinoid tumors 80-100%, pheochromocytoma 60-90%, neuroblastoma 90%, gastrinoma 100%).
    Atropic gastritis og pernicious anemia geta leitt til hækkunar á krómógraníni A.
    Truflun á starfsemi lifrar en þó sérstaklega nýrna valda hækkun á styrk krómógraníns A í blóði.
    Krómógranín A getur verið hækkað við ýmsar gerðir æxla annarra en æxla af taugainnkirtlaverfa uppruna, t.d. smáfrumukrabbameina í lungum, blöðruhálskirtilskrabbamein og krabbamein í eistum.

    Hafi sjúklingar verið á prónónpumpuhamlandi lyfjum (proton pump inhibitor drugs) á síðustu tveimur vikum fyrir sýnatöku getur það valdið mikilli hækkun á krómógraníni A.

    Lækkun: Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um sýnameðhöndlun. Sýnt hefur verið fram á að í sýnum sem eru geymd í kæli (þ.e eru ekki fryst) þá lækkar krómógranín A um 15% eftir 24 klst og um 45% eftir 48 klst (Pedersen, Nybo 2014).

    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í krómogranín A aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (DIASource Immunoassays). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5 mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til bóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Notkunarleiðbeiningar CHROMOGRANIN A ELISA, DIASource Immunoassays S.A. (Catalogue No. CGA Revision No. 211008, Revision date:08-10-21).
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
    Discontinuation of proton pump inhibitors during assessment of chromograin A levels in patients with neuroendocrine tumors. Korse CM et al. Br. J Cancer 2011;32:1173-1175.
    Serum gastrin and chromograin A levels in patients with fundic gland polyps caused by long-term proton-pump inhibition. Fossmark R, et al. Scand J Gastroenterol. 2008 Jan;43(1):20-4.
    Preanalytical factors of importance for measurement of Chromogranin A. L. Pedersen, M. Nybo. Clin Chimica Acta 436 82014) 41-44.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/24/2014 hefur verið lesið 2867 sinnum