../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-159
Útg.dags.: 06/15/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 Prólaktín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Prólaktín er peptíð hormón myndað í fremri hluta heiladinguls. Framleiðsla þess er aðalega undir neikvæðri stjórn dópmíns, þ.e. dópamín frá undirstúku heldur aftur af prólaktín losun. Dagsveifla er á styrk prólaktíns, lægst gildi mælast um miðjan dag en hæst gildi í svefni. Helsta hlutverk prólaktíns er að stjórna mjólkurmyndun. Styrkur prólaktíns vex á meðgöngu (um allt að x 10-20) og lækkar ekki fyrr en bjóstagjöf lýkur.
Helstu ábendingar: Uppvinnsla vegna ófrjósemi, bæði hjá konum og körlum. Mjólkurflæði. Þáttur í heildarmati á starfsemi fremri hluta heiladinguls. Höfuðverkur og sjóntruflanir sem gætu orsakast af fyrirferð heiladingulsæxlis.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Blóðsýni fyrir prólaktín mælingu má taka hvenær dags sem er. Við túlkun niðurstaðna ber þó að muna að vegna sólarhringssveiflu geta sést falskt hækkuð prólaktín gildi ef sýni er safnað innan 3ja klukkustunda frá því sjúklingur vaknar (sjá nánar að neðan undir Niðurstöður>Túlkun>).
Gerð og magn sýnis:
Plasma 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni geymist í 14 daga við 2-8ºC og í 6 mánuði við -20ºC. Sýni geymt á geli geymist aðeins 24 klst við 2 - 8°C.
Mæling er gerð alla virka daga.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
KarlarKonur
ug/Lug/L
1-30 dagar1,1 - 4701,1 - 470
1-12 mánaða5,2 - 605,2 - 60
1-18 ára3,0 - 253,0 - 25
> 19 ára4,0 – 15,24,8 – 23,3*
(*gildir ekki fyrir þungaðar konur)
Viðmiðunarmörk fyrir fullorðna koma frá Roche en barnaviðmiðunarmörkin frá CALIPER.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Hækkun s-prólaktíns > 200 µg/L bendir til prólaktín framleiðandi æxlis (prolactinoma) í heiladingli. Hækkun prólaktíns frá efri viðmiðunarmörkum að 200 µg/L getur verið orsökuð af prólaktín framleiðandi æxli en aðrar orsakir eru mögulegar.
    Útiloka þarf þungun sem orsök prólaktín hækkunar hjá konum á barneignaraldri. Prólaktín getur hækkað við skjaldvakabrest (hypothyroidism), króníska nýrnabilun og vegna truflunar á undirstúku-heiladinguls-portrennsli (vegna rofs eða þrýstings á heiladingulsstilk).
    Ákveðin lyf geta valdið hækkun á prólaktíni, t.d. þríhringlaga geðdeyfðarlyf, geðrofslyf (neuroleptika), dópamín viðtaka hamlar (t.d. metoclopramide,), kalsíumgangalokar (t.d. verapamil), cimetidine, estrógen og opíöt.
    Prólaktín losun eykst við svefn, við áreynslu og eftir máltíðir. Því er rétt, ef verið er að fylgja eftir vægum prólakín hækkunum, að vanda sérstaklega undirbúning sjúklings fyrir blóðtöku til að minnka líkur á falskt jákvæðum niðurstöðum. Er þá mælt með að blóðtakan sé ekki framkvæmd fyrr en a.m.k. 3 klst eftir að sjúkl. vaknar, að sjúklingur sé fastandi og hafi forðast mikla áreynslu fyrir sýnatökuna.
    Lækkun: S-prólaktín undir neðri viðmiðunarmörkum sést sjaldan en er þá yfirleitt samfara skorti á öðrum heiladinguslhormónum. Dópamínvirk lyf lækka s-prólaktín svo og ergot alkalóíðar (t.d. brómókriptín).

    Truflandi efni:
    Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, þ.e. falskri lækkun, í prólaktín aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Á öllum sýnum þar sem prólaktín mælist yfir efri viðmiðunarmörkum er gerð mæling á makróprólaktíni til að útiloka makróprólaktínemíu sem veldur falskri hyperprólaktínemíu (sjá S-MAKRÓPRÓLAKTÍN).
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill, Prolactin II, Cobas, Roche, 2022-10,V 11.0.
    Tietz textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, sixth ed. 2017.
    Prolactin Biology and Laboratory Measurement: An Update on Physiology and Current Analytical Issues. Saleem M. et al. Clin Biochem Rev 39 (1), 3-16, 2018.
    Laurells Klinisk kemi i praktisk medicin, 8:e uppl. 2003.
    Pediatric reference intervals for 17 Roche Cobas 8000 e602 immunoassays in the CALIPER cohort of healty children and adolescents. Bohn et al. Clin Chem Lab Med 2019; 57(12)1968-1979.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 6935 sinnum