../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-113
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Kólesteról
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Kólesteról myndast í öllum frumum en langmest er myndunin í lifrarfrumum og þar næst í þarmaþekju. Kólesteról gegnir mikilvægu hlutverki við myndun frumuhimna og myelinslíðra og úr því myndast sterahormón og gallsýrur. Í plasma er kólesteról að finna í lípópróteinum, ýmist sem kólesteról eða bundið fitusýrum (ester) 60 - 70 % í LDL og 25 - 35 % í HDL. Kólesteról er torleyst í vatni og líkaminn getur ekki brotið það niður svo eina leiðin (sem skiptir máli) til að losna við það er að lifrin sendir það með gallinu inn í þarma, annað hvort sem kólesteról eða ummyndað í gallsýru.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist í 7 daga í kæli og 3 mánuði við -20°C.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 2ja ára: 1,8 - 4,5 mmól/L; 2ja - 18 ára: 3,0-6,0 mmól/L; 18-30 ára: 2,9-6,1 mmól/L; 30-50 ára: 3,3-6,9 mmól/L; >50 ára: 3,9-7,8 mmól/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Hækkar í primer hyperlipópróteinæmiu, sérlega II, III og V. Hækkun sést við sykursýki, nephrotiskt syndrome, obstruktiva lifrarsjúkdóma, Cushings sjúkdóm og vanstarfsemi skjaldkirtils.
    Lækkun: Í ofstarfsemi skjaldkirtils, alvarlegum lifrarsjúkdómum og við meðfæddan lipópróteinskort.
    Hide details for HeimildirHeimildir

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/08/2011 hefur verið lesið 3554 sinnum