../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-113
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 4.0
2.02.01.01 Kólesteról
Almennt
Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Kólesteról myndast í öllum frumum en langmest er myndunin í lifrarfrumum og þar næst í þarmaþekju. Kólesteról gegnir mikilvægu hlutverki við myndun frumuhimna og myelinslíðra og úr því myndast sterahormón og gallsýrur. Í plasma er kólesteról að finna í lípópróteinum, ýmist sem kólesteról eða bundið fitusýrum (ester) 60 - 70 % í LDL og 25 - 35 % í HDL. Kólesteról er torleyst í vatni og líkaminn getur ekki brotið það niður svo eina leiðin (sem skiptir máli) til að losna við það er að lifrin sendir það með gallinu inn í þarma, annað hvort sem kólesteról eða ummyndað í gallsýru.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa
með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist í 7 daga í kæli og 3 mánuði við -20°C.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
< 2ja ára: 1,8 - 4,5 mmól/L; 2ja - 18 ára: 3,0-6,0 mmól/L; 18-30 ára: 2,9-6,1 mmól/L; 30-50 ára: 3,3-6,9 mmól/L; >50 ára: 3,9-7,8 mmól/L
Niðurstöður
Niðurstöður
Túlkun
Hækkun:
Hækkar í primer hyperlipópróteinæmiu, sérlega II, III og V. Hækkun sést við sykursýki, nephrotiskt syndrome, obstruktiva lifrarsjúkdóma, Cushings sjúkdóm og vanstarfsemi skjaldkirtils.
Lækkun
: Í ofstarfsemi skjaldkirtils, alvarlegum lifrarsjúkdómum og við meðfæddan lipópróteinskort.
Heimildir
Heimildir
Upplýsingableðill CHOL2, 2018-05, V 9.0 Roche Diagnostics, 2018
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
P. Rustad, P. Felding, L. Franzson, V. Kairisto, A. Lahti, A. Mårtensson, P. Hyltoft Petersen, P.Simonsson, H. Steensland & A. Uldall.
The Nordic Reference Interval Project 2000: recommended reference intervals for 25 common biochemical properties.
Scand J Clin Lab Invest.
2004;64(4):271-84.
Ritstjórn
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ísleifur Ólafsson
Útgefandi
Sigrún H Pétursdóttir
Upp »