../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-058
Útg.dags.: 11/07/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Etanól
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Etanól (ethýl alkóhól) er virka innihaldsefnið í áfengum drykkjum. Það frásogast hratt frá meltingarvegi og hámarksþéttni í blóði næst yfirleitt á 0,5-2 klst eftir inntöku, háð magni og styrk þess áfengis sem neytt er og hvort það er drukkið á fastandi maga eða ekki. Yfir 90% af etanóli er brotið niður í líkamanum en afgangurinn skilst út á óbreyttu formi með útöndunarlofti, í þvagi og í svita. Alkóhól dehýdrógenasi í magaslímhúð og í lifur hvatar fyrsta skref niðurbrotsins þ.e. oxun etanóls yfir í acetaldehýð en aldehýð dehýdrógenasi í lifur sér síðan um að hvata oxun acetaldehýðs yfir í ediksýru sem síðan er brotin niður í koldíoxíð og vatn. Niðurbrot etanóls með þessum hætti gerist með jöfnum hraða (núll stigs kínetík). Til viðbótar við ofangreint niðurbrotsferli tekur ensímið CYP 2E1 í lifur þátt í niðurbroti etanóls, sérstaklega eftir ensímörvun, eins og t.d. hjá áfengissjúklingum sem geta brotið niður áfengi tvöfalt hraðar en aðrir, eða um 0,3 g/L/klst (6,5 mmól/L/klst) á móti u.þ.b. 0,15-0,18 g/L/klst (3-4 mmól/L/klst).
Við mælingu etanóls er notuð ensýmatísk aðferð þar sem alcohol dehydrógenasi hvatar hvarf etanóls við NAD, þannig að acetaldehýð og NADH myndast. Myndun NADH er mæld með ljógleypnimæli við 340 nm (700nm sem blank/viðmiðunarbylgulengd). Beyting í ljógleypni er í réttu hlutfalli við magn etanóls í sýni.
Helstu ábendingar: Klínískt mat á ölvunarástandi/meðvitundarleysi.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Sýnataka: Forðast skal að nota etanól eða aðra rokgjarna sótthreinsunarvökva til að hreinsa húð fyrir blóðtöku þar sem slíkt getur valdið falskri hækkun á mælingunni.
Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymsla: Sýni geymist í 2 vikur í kæli og í a.m.k. mánuð í frysti. Geyma verður sýnið í lokuðu glasi til að varna uppgufun etanóls en slíkt getur valdið falskri lækkun.
Hvar mælt og hvenær: Mælt á rannsóknakjarna í Fossvogi allan sólarhringinn alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk: Neikvætt, (< 2mmól/L (< 0,1 g/L) sem eru næmismörk aðferðarinnar).
Eitrunarmörk:
> 65 mmól/L (> 3,0 g/L).
Meðfylgjandi tafla sýnir samband etanólmagns í blóði og ölvunareinkenna.


Styrkur s-etanólsÖlvunareinkenni
6,5-11mmól/L (0,3-0,5 g/L)Væg slökun og óþvingaðri hegðun
20-25 mmól/L (0,9-1,2 g/L)Slævandi áhrif á heilastarfsemi og minnkuð athyglisskerpa
45-60 mmól/L (2,1-2,8 g/L)Áberandi ölvunareinkenni, erfiðleikar með hreyfingar og tal
65-90 mmól/L (3,0-4,1 g/L)Meðvitundarmissir og jafnvel öndunartruflanir
>100 mmól/L (> 4,6 g/L)Öndunarlömun sem getur leitt til dauða
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar: Umreikninar milli eininga; (mmól/L x 0,0461 = g/L) (mmól/L x 4,61 = mg/dL) (g/L x 21,7 = mmól/L) (mg/dL x 0,217 = mmól/L) (g/L = prómill (0/00)).
    Til glöggvunar þá eru 22 mmól/L = 1 prómill.
    Túlkun Etanól getur haft samverkandi áhrif með öðrum lyfjum sem slæva miðtaugakerfið. Þetta ber að hafa í huga þegar óeðlileg töf er á að sjúklingur nái sér eftir lyfjaeitrun en í slíkum tilfellum getur mæling á S-etanóli verið hjálpleg. Mælingar á S-etanóli geta einnig verið gagnlegar hjá sjúklingum sem hafa hlotið höfuðáverka en erfitt getur verið að meta alvarleika heilaskaða vegna áfengisáhrifa. Þessi mæling hefur ekki réttarlæknisfræðilegt gildi.
    Hide details for HeimildirHeimildir

    Roche fylgiseðill: Ethanol Cobas, REF 0318377190 2018.12 v.15

    Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Lund: Studentlitteratur 2012 síður 637-638.Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006.


    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Ísleifur Ólafsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 13962 sinnum