../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-134
Útg.dags.: 05/11/2022
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Methemóglóbin
Hide details for AlmenntAlmennt
Verđ: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriđi rannsóknar: Methemóglóbín er hemóglóbín međ ţrígildu járni, Fe+3, í stađ tvígilds, Fe+2. Ţađ tekur ekki ţátt í súrefnisflutningi. Lítiđ eitt af methemóglóbíni myndast stöđugt í líkamanum en hjá heibrigđum breytist ţađ aftur í eđlilegt hemóglóbín međ hjálp ensímsins methemóglóbínreduktasa. Aukning á methemóglóbíni veldur skerđingu á súrefnisflutningi og bláma, cyanósis, sem er mest áberandi á vörum.
B-methemóglóbín er mćlt í heparíniseruđu blóđi ef grunur leikur á methemóglóbínemíu af völdum oxandi lyfja eđa erfđabreytinga (mjög sjaldgćft).
Ábendingar: Grunur um methemóglóbínemíu.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er framkvćmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er framkvćmd.
Gerđ og magn sýnis:
Blóđsýni skal tekiđ úr slagćđ eđa bláćđ í heparíniserađa sprautu og sent á rannsóknastofu sem fyrst eftir sýnatöku. Gćta skal vel ađ ekki séu loftbólur í sýninu.
Einnig má taka sýniđ í Lithium Heparin glas án gels međ grćnum tappa (svört miđja) .
Geymsluţol 15 mín án kćlingar og 2 klst. í ísvatni.
Mćling framkvćmd um leiđ og sýni berst.

Mćling er gerđ allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViđmiđunarmörkViđmiđunarmörk
B- Methemóglóbín: <2 %

AĐVÖRUNARMÖRK:
B-Methemóglóbín: >30%.
    Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
    Túlkun
    Methemóglóbínemía getur orđiđ viđ eitranir af völdum sumra lyfja, klórata, nítríta og fleiri efna, viđ međfćddan skort á methemóglóbínreduktasa og hjá sjúklingum međ vissa međfćdda byggingargalla á hemóglóbíni. Varablámi getur sést viđ methemóglóbínemíu >15% en oft eru engin önnur einkenni viđ langvarandi methemóglóbínemíu nema ađ methemóglóbín sé >25-30%. Samfara vaxandi methemóglóbínemíu má búast viđ höfuđverk, ógleđi, andţyngslum, máttleysi, međvitundarskerđingu og loks dauđa ef magniđ fer yfir 70%. Einkennin stafa af súrefnisskorti og athygli er vakin á ţví ađ ţrátt fyrir hann mćlist pO2 og O2sat eđlilegt hjá ţessum sjúklingum.






    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Ţorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Ólöf Sigurđardóttir

    Samţykkjendur

    Ábyrgđarmađur

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Ingunn Ţorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesiđ ţann 03/04/2011 hefur veriđ lesiđ 2056 sinnum