../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-108
Útg.dags.: 02/20/2014
Útgáfa: 1.0
2.02.05.04.101 Só börn í svæfingu
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingarRannsóknir - Heiti, ábendingar, frábendingar
Heiti rannsóknar: Segulómun börn í svæfingu
Samheiti: MRI
Pöntun: Röntgensvör, sjá leiðbeiningar um pöntun myndgreiningarþjónustu.
Ábendingar: Eftirlit og almennar ábendingar fyrir segulómrannsóknir á börnum.
Frábendingar: Gangráður, ígrædd heyrnartæki, æðaklemmur, pumpur, VP - shunt, raförvi (stimulator) og ýmis ígræddur málmur. Mögulegar frábendingar eru mikil innilokunarkennd eða yfirþyngd.

Athugið: Undantekningar eru á sumum frábendingum og þarf því oft að kanna framleiðanda og/eða aðgerðalýsingu fyrir hvert tilfelli.
    Hide details for Undirbúningur og framkvæmdUndirbúningur og framkvæmd

    Undirbúningur: Ung börn eru svæfð fyrir segulómun því rannsókn er löng.

    Dagdeild barna sér um unirbúning vegna svæfingar
    Starfsfólk svæfingar undirbýr barnið fyrir svæfingu á röntgendeild.
      Gott er að skilja skartgripi eftir heima en í lagi er að vera með gullhringi.
      Fjarlægja þarf alla lausa málmhluti, svo sem gleraugu og heyrnartæki til að koma í veg fyrir að málmhlutir trufli rannsóknina.

      Aðferð
      • Í sumum tilfellum er gefið skuggaefni, omniscan í æðalegg.
      • Barnið liggur á baki á rannsóknarbekk sem færist inn í segulómtækið.
      • Svæfingarlæknir og svæfingahjúkrunarfræðingur fylgjast vel með barninu á meðan rannsókn stendur.
      • Barnið fær eyrnatappa og/eða heyrnartól til að verja eyru fyrir hávaða í tæki.
      • Geislafræðingur framkvæmir rannsóknina í samvinnu við röntgenlækni.

    Tímalengd: 60 - 90 mínútur.

    Eftirmeðferð: Eftir rannsókn fer barnið á vöknun og vaknar þar undir eftirliti starfsfólks svæfingar.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Röntgenlæknir skoðar og metur rannsóknina. Niðurstaða er send til þess læknis sem óskaði eftir rannsókn, þegar svar hefur verið staðfest. Oftast er það næsti virki dagur. Læknar innan LSH geta skoðað svör og myndir í heilsugátt.

    Svör eru eingöngu lesin fyrir lækna. Starfsfólki öðrum en læknum og læknariturum er óheimilt að lesa svar í síma.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. MR safety
    2. Selectional Anatomy 2

    Ritstjórn

    Alda Steingrímsdóttir
    Aðalheiður Jónsdóttir
    Halldóra Sigrún Guðmannsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Pétur Hannesson

    Útgefandi

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/12/2015 hefur verið lesið 1062 sinnum