../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-154
Útg.dags.: 08/30/2022
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Prealbúmín
Almennt
Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Prealbúmín er einnig kallað transtyretin. Prealbúmín er aðallega myndað í lifur og helmingunartími þess í blóði er um 24 klukkustundir. Prealbúmín bindur tyroxin í blóði. Við bólgusvörun í líkamanum lækkar prealbúmín fljótt. Einnig sést lágt prealbúmín við ofstarfsemi í skjaldkirtli og skorpulifur. Við svelt og föstu lækkar prealbúmín á innan við viku. Prealbúmín lækkar fyrr í blóði en albúmín við skerðingu á lifrarstarfsemi og er svipað næmt og prótrombín í því tilfelli. Þar sem prealbúmín lækkar við bólgusvörun verður að dæma gildi á því með tilliti til annarra próteina sem hækka við bólgusvörun.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Plasma 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa
með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Geymsla:
Sýni geymist í 3 daga í kæli og 6 mánuði í frysti við -20°.
Mælingin er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
0,18-0,45 g/L.
Niðurstöður
Niðurstöður
Lækkun
: Lækkar við bólgusvörun í líkamanum, við ofstarfsemi í skjaldkirtli, skorpulifur, svelt og skerðingu á lifrarstarfsemi.
Heimildir
Heimildir
Upplýsingableðill PREA, 2014-10, V 14.0 Roche Diagnostics, 2014
Laurells klinisk kemi i praktisk medicin, níunda útgáfa. Studentlitteratur, 2012
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
Ritstjórn
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ísleifur Ólafsson
Útgefandi
Ingunn Þorsteinsdóttir
Upp »