../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-154
Útg.dags.: 08/30/2022
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Prealbúmín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Prealbúmín er einnig kallað transtyretin. Prealbúmín er aðallega myndað í lifur og helmingunartími þess í blóði er um 24 klukkustundir. Prealbúmín bindur tyroxin í blóði. Við bólgusvörun í líkamanum lækkar prealbúmín fljótt. Einnig sést lágt prealbúmín við ofstarfsemi í skjaldkirtli og skorpulifur. Við svelt og föstu lækkar prealbúmín á innan við viku. Prealbúmín lækkar fyrr í blóði en albúmín við skerðingu á lifrarstarfsemi og er svipað næmt og prótrombín í því tilfelli. Þar sem prealbúmín lækkar við bólgusvörun verður að dæma gildi á því með tilliti til annarra próteina sem hækka við bólgusvörun.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis: Plasma 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Geymsla: Sýni geymist í 3 daga í kæli og 6 mánuði í frysti við -20°.

Mælingin er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
0,18-0,45 g/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Lækkun: Lækkar við bólgusvörun í líkamanum, við ofstarfsemi í skjaldkirtli, skorpulifur, svelt og skerðingu á lifrarstarfsemi.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill PREA, 2014-10, V 14.0 Roche Diagnostics, 2014
    Laurells klinisk kemi i praktisk medicin, níunda útgáfa. Studentlitteratur, 2012
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/05/2011 hefur verið lesið 3853 sinnum