../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-077
Útg.dags.: 05/17/2022
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 Smásjárskoðun í þvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Við smásjárskoðun á þvagi geta sést margs konar frumur, afsteypur og kristallar. Margt af þessu er meinlaust en annað bendir til sjúkdóma. Þessi rannsókn er því mikilvæg til greiningar á sjúkdómum í þvagfærum, þ.m.t. greiningu alvarlegra nýrnasjúkdóma.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Sýni: Sjúklingur er látinn skila þvagi. Eftir að þvaginu hefur verið blandað vel er 12 ml hellt í skilvinduglas. Berist til rannsóknarstofu innan tveggja tíma frá töku sýnis eða geymist í kæli.
Æskilegt er að sent sé fyrsta þvag sem sjúklingur kastar eftir nóttina, kallað morgunþvag. Morgunþvag á að vera þétt ( eðlisþyngd >1,015 ) og fremur súrt ( pH < 6,0 ) og á því að varðveita vel frumur og afsteypur.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Miðað er við fjölda frumna, afsteypa og kristalla í botnfall úr 12 ml af vel teknu og þéttu miðbunuþvagi. Þvagbotnfallið er 0,25 til 0,50 ml og þar af eru teknir 50µl og settir á gler og 22x22 mm þekjugler yfir. Síðan er glerið skoðað í smásjá, getið er alls er sést og gefið meðaltal í minnst 10 smásjárflötum.


    HBK/HPF

    <5

    RBK/HPF

    <5

    Afsteypur/LPF

    0

    Þvagfæraþekjufrumur

    <
    + +

    Píplufrumur

    <
    +

    Bakteríur, sveppir og trichómónas

    Neikvætt

    Lyfja-, leusín-, tyrosín-, cystín- og 2,8 díhýdroxýadenínkristallar

    Neikvætt

    Aðrir kristallar

    <
    4+

    Formlaus sölt: úröt og fosföt

    <
    4+
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Svar: Gefið er upp meðaltal hvítra blk, rauðra blk, baktería, sveppa og trichómonas í sjónfleti í HPF ( þ.e. x 400 stækkun ) og fyrir meðaltal þekjufrumna, afsteypa, salta og kristalla í sjónfleti í LPF ( þ.e. x 100 stækkun ). Stigagjöf: Einn sást til > 100 eða Neikvætt til 4+.

Einingar: í HPF eða í LPF.

Túlkun

Hvít blóðkornAukinn fjöldi hvítra blóðkorna bendir til bólgu í þvagfærum, oft blöðrubólgu vegna bakteríusýkingar. Hvít blk. í klösum og stöku sinnum hvítkorna afsteypur geta bent til nýra- og skjóðubólgu.
BakteríurBakteríur eru ómarktækar í menguðum þvagsýnum t.d. í pokaþvagi og þvagi sem hefur mengast af flóru frá leggöngum en henni fylgja m.a. flöguþekjufrumur og oftast hvít blóðkorn. Neikvætt svar við bakteríum er einnig ómarktækt hafi þvagið beðið skemur í þvagblöðru en fjórar klst. Í óljósum tilfellum sendið í ræktun.
Rauð blóðkornSjást t.d.við æxli, nýrnasteina og í gauklabólgu. Lögun blóðkornanna getur gefið til kynna hvaðan þau koma. Þannig benda afmynduð rauð blóðkorn til sjúkdóms í gauklum nýra.
FlöguþekufrumurBenda yfirleitt til mengunar frá leggöngum.
-ÞvagfæraþekjufrumurÁtt er við þær frumur sem þekja þvagfærin fyrir neðan nýru.
PíplufrumurAukinn fjöldi píplufrumna sést einkum í píplumillivefja sjúkdómum og mjög margar frumur losna og sjást í þvagi í bráðri nýrnabilun vegna bráðs pípludreps (acute tubular nekrósis, ATN).
Afsteypur Myndast í nýrum og eru afsteypur af píplum þeirra. Grunnefni þeirra er Tamm-Horsfall prótein sem er múcoprótein. Afsteypur lýsa vel ástandi nýrna þar sem í þeim er það sem var í píplunum þegar þær mynduðust; frumur, fitukúlur, korn og kristallar. Afsteypur eru nefndar eftir innihaldi þeirra.
HýalínafsteypurInnihalda engar frumur eða korn og er eðlilegt að sjá í nokkrum mæli en getur fjölgað mikið t.d. við áreynslu, hita, hjartabilun og inntöku sumra lyfja t.d. þvagræsilyfja.
Hvít blk.afsteypurInnihalda hvít blk. og benda til nýrnasjúkdóms.
Rauð blk.afsteypur og
blóðafsteypur
Rauð blk. afsteypur innihalda rauð blóðkorn. Blóðafsteypur eru kornaðar afsteypur sem innihalda aðallega niðurbrot rauðra blóðkorna og frítt hemóglóbín. Benda til gauklabólgu eða æðabólgu.
PíplufrumuafsteypurAfsteypur sem innihalda pípluþekjufrumur, sjást t.d. í ATN en þá geta einnig sést "muddy brown casts".
Kornaðar afsteypurAfsteypur með misstórum kornum frá niðurbroti frumna, oftast frá píplufrumum.
VaxafsteypurBenda til stíflu í píplum nýra.
"Muddy brown casts"Eru kornaðar afsteypur sem innihalda aðallega niðurbrot píplufrumna, frítt hemóglóbín og /eða mýóglóbín. Kornin eru oftast gróf og sjást greinilega einnig fyrir utan afsteypurnar.
FituafsteypurEru fylgifiskar próteinmigu og geta bent til endastigs nýrnabilunar. Sjá fitukúlur.
Breiðar afsteypurÞykja oft benda til svæsins nýrasjúkdóms, útvíkkunar á píplum og/eða stíflu. Þá eru afsteypurnar um tvisvar sinnum breiðari en þær ættu að vera.
FitukúlurFitukúlurnar (kólesteról) sýna Möltu kross í skautuðu ljósi. Sjást í þvagi í próteinúríu. Þær eru í afsteypum (fituafsteypum), píplufrumum (fitupíplufrumum) en einnig fríar.
FitupíplufrumurSjá fitukúlur.
Sölt Eðlilegt er að sjá formlaus sölt í þvagi, úröt og fosföt. Þau falla út í þéttu þvagi og við kælingu.
Oxalat kristallarEðlilegt er að hafa eitthvað af oxalatkristöllum en ógrynni ( 4+ ) af þeim getur bent til blýeitrunar og mónóhydrat form oxalatkristalla getur bent til eitrunar vegna inntöku ethylen glýcóls; er í frostlegi.
2,8 díhýdroxyadenínkristallarBenda til APRT skorts eða öðru nafni 2,8-Díhýdroxýadenínmigu.
Cystín kristallarBenda til cystínmigu. Kristallana verður að staðfesta með nítróprússíðprófi.
Aðrir kristallarFlestir kristallar eru meinlausir en séu kristallar í klessum og fylgi þeim blóð gætu þeir gefið til kynna samsetningu nýrnasteina. Um sjúklega kristalla í þvagi má einnig sjá í viðmiðunarmörkum.

Hide details for HeimildirHeimildir
Heimildir
1. Bergljót Halldórsdóttir: Rannsóknir á þvagi, öðrum líkamsvökvum og saur, kennslurit fyrir lífeindafræðinema og aðra í heilbrigðisstéttum, 15. útgáfa endurskoðuð. Reykjavík 2011.
2. Henry JB, ritstjóri: Clinical Diagnosis and Management by Laboratory Methods, 20. útgáfa. WB Saunders Company, 2001.







    Ritstjórn

    Cindy Severino Anover
    Sigrún H Pétursdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Páll Torfi Önundarson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 07/02/2011 hefur verið lesið 2180 sinnum