Hvít blóðkorn | Aukinn fjöldi hvítra blóðkorna bendir til bólgu í þvagfærum, oft blöðrubólgu vegna bakteríusýkingar. Hvít blk. í klösum og stöku sinnum hvítkorna afsteypur geta bent til nýra- og skjóðubólgu. |
Bakteríur | Bakteríur eru ómarktækar í menguðum þvagsýnum t.d. í pokaþvagi og þvagi sem hefur mengast af flóru frá leggöngum en henni fylgja m.a. flöguþekjufrumur og oftast hvít blóðkorn. Neikvætt svar við bakteríum er einnig ómarktækt hafi þvagið beðið skemur í þvagblöðru en fjórar klst. Í óljósum tilfellum sendið í ræktun. |
Rauð blóðkorn | Sjást t.d.við æxli, nýrnasteina og í gauklabólgu. Lögun blóðkornanna getur gefið til kynna hvaðan þau koma. Þannig benda afmynduð rauð blóðkorn til sjúkdóms í gauklum nýra. |
Flöguþekufrumur | Benda yfirleitt til mengunar frá leggöngum. |
-Þvagfæraþekjufrumur | Átt er við þær frumur sem þekja þvagfærin fyrir neðan nýru. |
Píplufrumur | Aukinn fjöldi píplufrumna sést einkum í píplumillivefja sjúkdómum og mjög margar frumur losna og sjást í þvagi í bráðri nýrnabilun vegna bráðs pípludreps (acute tubular nekrósis, ATN). |
Afsteypur | Myndast í nýrum og eru afsteypur af píplum þeirra. Grunnefni þeirra er Tamm-Horsfall prótein sem er múcoprótein. Afsteypur lýsa vel ástandi nýrna þar sem í þeim er það sem var í píplunum þegar þær mynduðust; frumur, fitukúlur, korn og kristallar. Afsteypur eru nefndar eftir innihaldi þeirra. |
Hýalínafsteypur | Innihalda engar frumur eða korn og er eðlilegt að sjá í nokkrum mæli en getur fjölgað mikið t.d. við áreynslu, hita, hjartabilun og inntöku sumra lyfja t.d. þvagræsilyfja. |
Hvít blk.afsteypur | Innihalda hvít blk. og benda til nýrnasjúkdóms. |
Rauð blk.afsteypur og
blóðafsteypur | Rauð blk. afsteypur innihalda rauð blóðkorn. Blóðafsteypur eru kornaðar afsteypur sem innihalda aðallega niðurbrot rauðra blóðkorna og frítt hemóglóbín. Benda til gauklabólgu eða æðabólgu. |
Píplufrumuafsteypur | Afsteypur sem innihalda pípluþekjufrumur, sjást t.d. í ATN en þá geta einnig sést "muddy brown casts". |
Kornaðar afsteypur | Afsteypur með misstórum kornum frá niðurbroti frumna, oftast frá píplufrumum. |
Vaxafsteypur | Benda til stíflu í píplum nýra. |
"Muddy brown casts" | Eru kornaðar afsteypur sem innihalda aðallega niðurbrot píplufrumna, frítt hemóglóbín og /eða mýóglóbín. Kornin eru oftast gróf og sjást greinilega einnig fyrir utan afsteypurnar. |
Fituafsteypur | Eru fylgifiskar próteinmigu og geta bent til endastigs nýrnabilunar. Sjá fitukúlur. |
Breiðar afsteypur | Þykja oft benda til svæsins nýrasjúkdóms, útvíkkunar á píplum og/eða stíflu. Þá eru afsteypurnar um tvisvar sinnum breiðari en þær ættu að vera. |
Fitukúlur | Fitukúlurnar (kólesteról) sýna Möltu kross í skautuðu ljósi. Sjást í þvagi í próteinúríu. Þær eru í afsteypum (fituafsteypum), píplufrumum (fitupíplufrumum) en einnig fríar. |
Fitupíplufrumur | Sjá fitukúlur. |
Sölt | Eðlilegt er að sjá formlaus sölt í þvagi, úröt og fosföt. Þau falla út í þéttu þvagi og við kælingu. |
Oxalat kristallar | Eðlilegt er að hafa eitthvað af oxalatkristöllum en ógrynni ( 4+ ) af þeim getur bent til blýeitrunar og mónóhydrat form oxalatkristalla getur bent til eitrunar vegna inntöku ethylen glýcóls; er í frostlegi. |
2,8 díhýdroxyadenínkristallar | Benda til APRT skorts eða öðru nafni 2,8-Díhýdroxýadenínmigu. |
Cystín kristallar | Benda til cystínmigu. Kristallana verður að staðfesta með nítróprússíðprófi. |
Aðrir kristallar | Flestir kristallar eru meinlausir en séu kristallar í klessum og fylgi þeim blóð gætu þeir gefið til kynna samsetningu nýrnasteina. Um sjúklega kristalla í þvagi má einnig sjá í viðmiðunarmörkum. |