../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-160
Útg.dags.: 08/31/2022
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Prótein
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Serum prótein önnur, en immúnóglóbúlín myndast í lifur. Þau eru mörg og í mjög mismiklu magni, langmest er af albúmíni.
Breytileiki:
Þegar einstaklingur stendur mælast prótein 4-8 % hærri, en þegar hann liggur. Ástæðan er tilfærsla vatns frá æðum. Langvarandi stösun við blóðtöku veldur hækkun af sömu ástæðu. Á síðasta þriðjungi meðgöngutíma er þéttni próteina 10-15% lægri en venjulega.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist í 7 daga í kæli og 8 mánuði við -18°C.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Fullorðnir: 62-78 g/L. Nýburar: 47 - 75 g/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Ofþornun, vegna of lítillar vökva inntöku eða vegna vökvataps, m. a. vegna mikilla uppkasta eða niðurgangs og við Addisons sjúkdóm eða diabetes acidosu. Hækkun á próteinum í sermi sést líka við einstofna
    aukningu á immúnóglóbúlínum, t. d. við mergæxli og Waldenströms macroglobulimeníu.
    Lækkun: Lækkun sést við próteintap úr líkamanum, t.d. við tap á próteinum um nýru og við bruna. Einnig sést lækkun á próteinum við vissa lifrarsjúkdóma, vegna minnkaðrar myndunar próteina. Lækkun sést einnig eftir miklar blæðingar.
    Breytingar á magni einstakra próteina annarra en albúmíns og immúnóglóbúlína valda sjaldan breytingum á heildarmagni próteina.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill TP2, 2018-11, V 1.0 Roche Diagnostics, 2018
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/05/2011 hefur verið lesið 3938 sinnum