../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-185
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Trópónín T
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Trópónín T, ásamt trópónín I og trópónín C eru mikilvæg fyrir stjórnun á samdrætti þverrákóttra vöðva. Í hjartavöðva og þverrákóttum beinagrindarvöðvum eru mismunandi ísóform af trópónín T. Mælingin sem er notuð á Landspítala mælir eingöngu trópónín T í hjartavöðva. Þegar verður skaði í hjartavöðvanum losnar trópónín út í blóðið. Trópónín T hækkar einni til tveimur klukkustundum eftir bráða kransæðastíflu.
Í alþjóðlegum leiðbeiningum er mælt með trópónín T eða trópónín I til greiningar á bráðri kransæðastíflu.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmdSýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist í einn sólarhring í kæli og 12 mánuði við -20°C
Mæling framkvæmd allan sólarhringinn, alla daga vikunnar
Hemólýsa á sýni (>1 g/L) veldur lækkun á trópónín T niðurstöðum
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk: <15 ng/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í troponin T
    aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5 mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun
    Hækkun: Hækkar við bráða kransæðastíflu og vefjaskemmd í hjartavöðva af öðrum orsökum.
    Trópónín getur einnig hækkað við lungna háþrýsting, heilablóðfall, mikla líkamlega áreynslu o. fl.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    • Upplýsingableðill Troponin T hs STAT, 2018-11, V 9.0 Roche Diagnostics, 2018
    • Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
    • Roffi M, Patrono C, Collet JP, et al. 2015 ESC guidelines for the management of acute coronary syndromes in patients presenting without persistent ST-segment elevation. Eur Heart J 2016;37(3):267-315.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 4449 sinnum