../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-131
Útg.dags.: 07/25/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Makróprólaktín
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Sjá einnig umfjöllun um S-PRÓLAKTÍN. Prólaktín finnst í sermi á þremur mismunandi formum. Venjulega er stærsti hluti prólaktíns á formi einliðu (monomer) og er þetta það form sem er líffræðilega virkt. Einnig finnst prólaktín, oftast í litlum mæli, sem tvíliða (dimer) og sem makróprólaktín (prólaktín bundið IgG-mótefni). Hjá sumum einstaklingum er prólaktín að stærstum hluta á formi makróprólatíns en það veldur falskri prólaktín hækkun (pseudo-prolactinaemia) því það mælist þótt það sé líffræðilega óvirkt. Mikilvægt er að greina einstaklinga með makróprólaktínemíu frá sjúklingum með raunverulega hækkun prólaktíns.
Helstu ábendingar:
Vinnuregla á Rannsóknarstofu í Klínískri lífefnafræði á Landspítala er að á öllum sýnum með hækkuð prólaktíngildi er jafnframt gerð mæling á makróprólaktíni.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Blóðsýni fyrir prólaktín mælingu má taka hvenær dags sem er. Við túlkun niðurstaðna ber þó að muna að vegna sólarhringssveiflu geta sést falskt hækkuð prólaktín gildi ef sýni er safnað innan 3ja klukkustunda frá því sjúklingur vaknar (sjá nánar að neðan undir Niðurstöður>Túlkun>).
Gerð og magn sýnis:
Plasma 0,5 ml. Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýni geymist í 14 daga við 2-8ºC og í 6 mánuði við -20ºC. Sýni geymt á geli geymist aðeins 24 klst við 2 - 8°C.
Mæling er gerð einu sinni í viku.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun:
Makróprólaktín er mælt með óbeinum hætti, þ.e. gerð er útfelling á makróprólaktíni með polýethýlen glýkóli (PEG) og prólaktín mælt í kjölfarið. Makróprólaktín hlutfallið er síðan reiknað út frá prólaktín gildum í sýni fyrir og eftir PEG meðhöndlunina.
< 40% = makróprólaktínaemía er ekki til staðar
> 60 % = makróprólaktínaemía er til staðar
40-60% = staðfesta þarf með öðrum aðferðum hvort makróprólatkínaemíal sé til staðar eða ekki.

Hide details for HeimildirHeimildir
Prolactin II, package insert, Roche Diagnostics, 2022-10, V11.0.
Tietz Textbook of Clinical Biochemistry and Molecular Diagnostics, Sixth Edition, Elsevier Saunders, 2018.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/12/2011 hefur verið lesið 2059 sinnum