../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-111
Útg.dags.: 03/03/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01.01 Lamótrígin
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Lamótrígin er flogaveikilyf sem einnig er notað sem fyrirbyggjandi meðferð við geðhvarfasýki (bipolar disorder). Lyfið frásogast að fullu frá meltingarvegi og hámarksþéttni í sermi næst eftir u.þ.b. 2,5 klst frá inntöku. Dreifingarrúmmál er um 1,2 L/kg og próteinbinding um 55%. Lamótrígin útskilst að mestu um nýru eftir samtengingu við glúkúróníð í lifur. Helmingunartími lamótrígíns er að meðaltali um 30 klst (en styttist um helming ef sjúklingur er líka að taka fenýtóín eða karbamazepín en lengist um helming sé sjúklingur að taka valpróínsýru). Jafnfvægi næst á sermisstyrk eftir töku lyfsins í 4 daga. Lamótrígin hamlar dihýdrófólat redúktasa og sé fólat ekki gefið jafnframt lamótrígin meðferðinni geta komið fram einkenni fólínsýruskorts. Aukaverkanir af völdum lyfsis eru yfirleitt vægar en einkenni eitrunar eru svimi, ósamhæfðar hreyfingar, tvísýni, óskýr sjón, ógleði og uppköst.
Helstu ábendingar: Meðferðareftirlit.
Mæliaðferð: Vökvakrómatógrafía (UHPLC)). Notast er við hvarfefni frá Recipe®.
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Sýnataka: Við meðferðareftirlit skal safna sýni rétt fyrir venjulegan lyfjatökutíma. Sýni skal ekki tekið fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði sem er eftir 5 helmingunartíma lyfsins (á bæði við í upphafi lyfjameðferðar og eins eftir breytingar á skömmtum).
Gerð og magn sýnis: Sermi, 0,5 ml. Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.

Geymsla: Sermi geymist í kæli í 1 viku og í a.m.k. 3 mánuði í frysti.
Framkvæmd: Mæling er gerð 1-2 sinnum í viku á rannsóknarkjarna Fossvogi.
Pöntunarkóði í FlexLab og Heilsugátt: LAMO
Hide details for Meðferðarmörk
Meðferðarmörk

3-14 µg/mL.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Gel í blóðtökuglasi getur valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu. Þessu til viðbótar geta efni í geli truflað sjálfa HPLC-mæliaðferðina sem notuð er við Lamotrigin greininguna á Landspítala.

    Túlkun: Meðferðarmörk miðast við lággildi, þ.e. blóðsýni fyrir mælinguna skal safnað rétt fyrir reglulega inntöku lyfsins. Einstaklingsbundinn munur er á milli lamótrígin skammta og sermisstyrks og mæling á S-lamótrígini getur því gefið gagnlegar upplýsingar hjá sjúklingum sem virðast svara lyfinu illa eða ef vafi er um fullnægjandi meðferðarheldni. Eins er mæling gagnleg þegar grunur er um aukaverkanir, sérstaklega þegar önnur flogaveikilyf eru gefin með lamótrígíni en þau geta hafa áhrif til hækkunar á sermisstyrk lamótrígins. Til að umreikna úr mg/L í µmól/L er margfaldað með 3,91.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Antiepileptics in Serum/Plasma, Recipe, Instruction manual, UHPLC Complete kit, Document Version 3.1; 08.05.2019
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
    The Pharmacological Basis of Therapeutics, Goodman and Gilman. Eleventh Edition. McGrawHill. 2006.

      Ritstjórn

      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 3410 sinnum