../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-190
Útg.dags.: 06/16/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Urea
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Urea sem er ein lokaafurð niðurbrots próteina myndast í lifur og skilst að mestu leyti út með þvagi. Hluti af urea skilst út um þarma og húð. Myndun urea er aðalleið líkamans til að losna við köfnunarefni sem hann getur ekki nýtt frekar. Urea berst í gegnum frumuhimnur líkt og vatn, en hægar og síast í gauklum með vatni. Útskilnaður urea er því háður þéttni urea í sermi og gaukulsíunarhraða.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner
Sýni geymist í viku í kæli og einn mánuð í -20°C
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Aldur í árum
mmól/L
<5
1,7-5,0
5-16
1,7-6,6
karlar >16
3,2-8,1
konur < 50
2,6-6,4
konur > 50
3,1-7,9
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Túlkun
    Hækkun: Aukin nýmyndun og/eða minnkaður útskilnaður. Við minnkaða gaukulsíun getur urea verið innan viðmiðunarmarka þar til síunin hefur minnkað um 60-80%, svo lengi sem þvagmagn og prótein inntaka eru eðlileg. Minni háttar hækkun sést við aukna nýmyndun urea, t.d. eftir blæðingar í maga eða þarma, aukið niðurbrot vefja eftir aðgerðir og slys. Urea getur hækkað í sermi ef niðurbrot próteina er meiri, en nýmyndun, t. d. við hækkaðan líkamshita.
    Lækkun: Í lok meðgöngu getur urea í sermi lækkað. Urea getur líka lækkað við vökvagjöf í æð, ef gefinn mikill vökvi og lítið magn af próteinum. Lágt urea getur líka sést ef lítið magn af próteinum í fæðu.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fifth Edition. Elsevier Saunders, 2012
    Laurell Klinisk Kemi i Praktisk Medicin, níunda útgáfa. Studentlitteratur. 2012
    Samnorræn viðmiðunarmörk: http://nyenga.net/norip/index.htm
    Upplýsingableðill UREAL, Urea/BUN, 2014-02, V 8.0 Roche Diagnostics, 2014

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/05/2011 hefur verið lesið 6035 sinnum