../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-110
Útg.dags.: 06/23/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Erythrópóietín (EPO)
Hide details for Rannsóknir - AlmenntRannsóknir - Almennt
Verđ: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriđi rannsóknar:
Erythrópóietín (EPO) er glýkóprótein ( 34 kDalton) framleitt nćr eingöngu í nýrum hjá fullorđnum en í lifur á fósturskeiđi. Ţađ gegnir megin hlutverki í stjórnun á myndun rauđra blóđkorna. Magn súrefnis í blóđi stjórnar framleiđslu próteinsins í nýrum, lćkki súrefniđ eykst framleiđslan og rauđum blóđkornum fjölgar.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er framkvćmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenćr mćling er framkvćmd.
Sýnataka: Mćlt er međ ađ sýni sé tekiđ milli 7:30 og 12.
Gerđ og magn sýnis: Sýni tekiđ í serum glas međ rauđum tappa međ geli (gul miđja). Litakóđi samkvćmt Greiner Vacuette.
Sýni ţarf ađ vera ađ vel storkiđ áđur en ţađ er skiliđ niđur viđ 3000 rpm í 10 mínútur.
Lágmark 1 ml sermi. Ţađ má ekki nota EDTA plasma.
Geymist í 7 daga viđ 2 - 8°C og 2 mánuđi viđ -20°C.
Mćling gerđ einu sinni í viku.
Hide details for ViđmiđunarmörkViđmiđunarmörk
4,3 - 29 IU/L hjá heilbrigđum einstaklingum.
  Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
  Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdiđ truflun, falskri lćkkun, í ađferđinni sem veriđ er ađ nota á Landspítala (Immulite 2000, Siemens). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) ţurfa ađ líđa a.m.k. 8 klst frá síđasta bíótín skammti ţar til blóđsýni er tekiđ. Ţađ sama gildir um fjölvítamín og bćtiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bćtiefni fyrir hár, húđ og neglur innihalda oft mikiđ bíótín).

  Túlkun
  Hćkkun: Reykingar og langtíma búseta hátt upp til fjalla geta valdiđ hćkkun. Afleidd (secunder) polycythemia, langvinnir lungnasjúkdómar og ýmis ćxli.
  Lćkkun: Blóđleysi af völdum nýrnabilunar, langvinnir bólgusjúkdómar og polycythemia.
  Hide details for HeimildirHeimildir
  Upplýsingableđill Immulite/Immulite 2000 EPO (PIL2KEP-4, 2015-06-04). Siemens Healthcare Diagnostics Products, 2015.
  Siemens, Field Safety Notice, IMC18-02.A.OUS, December 2017.
  Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
  Ritstjórn

  Sigrún H Pétursdóttir
  Ingunn Ţorsteinsdóttir
  Fjóla Margrét Óskarsdóttir
  Guđmundur Sigţórsson

  Samţykkjendur

  Ábyrgđarmađur

  Ingunn Ţorsteinsdóttir

  Útgefandi

  Ingunn Ţorsteinsdóttir

  Upp »


  Skjal fyrst lesiđ ţann 03/05/2011 hefur veriđ lesiđ 3960 sinnum