../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-110
Útg.dags.: 06/23/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.01.01 Erythrópóietín (EPO)
Hide details for Rannsóknir -  AlmenntRannsóknir - Almennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Erythrópóietín (EPO) er glýkóprótein ( 34 kDalton) framleitt nær eingöngu í nýrum hjá fullorðnum en í lifur á fósturskeiði. Það gegnir megin hlutverki í stjórnun á myndun rauðra blóðkorna. Magn súrefnis í blóði stjórnar framleiðslu próteinsins í nýrum, lækki súrefnið eykst framleiðslan og rauðum blóðkornum fjölgar.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýnataka: Mælt er með að sýni sé tekið milli 7:30 og 12.
Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner Vacuette.
Sýni þarf að vera að vel storkið áður en það er skilið niður við 3000 rpm í 10 mínútur.
Lágmark 1 ml sermi. Það má ekki nota EDTA plasma.
Geymist í 7 daga við 2 - 8°C og 2 mánuði við -20°C.
Mæling gerð einu sinni í viku.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
4,3 - 29 IU/L hjá heilbrigðum einstaklingum.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Immulite 2000, Siemens). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun
    Hækkun: Reykingar og langtíma búseta hátt upp til fjalla geta valdið hækkun. Afleidd (secunder) polycythemia, langvinnir lungnasjúkdómar og ýmis æxli.
    Lækkun: Blóðleysi af völdum nýrnabilunar, langvinnir bólgusjúkdómar og polycythemia.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill Immulite/Immulite 2000 EPO (PIL2KEP-4, 2015-06-04). Siemens Healthcare Diagnostics Products, 2015.
    Siemens, Field Safety Notice, IMC18-02.A.OUS, December 2017.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.




    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/05/2011 hefur verið lesið 4231 sinnum