../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-066
Útg.dags.: 05/16/2024
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Glúkósi í mænuvökva
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Glúsi í mænuvökva kemur úr blóði. Glúkósi er fluttur úr blóði í mænuvökva með sérstöku flutningspróteini í endotel frumum háræða. Styrkur glúkósa í mænuvökva er því háður styrk glúkósa í blóði. Styrkur glúkósa í mænuvökva er u. þ. b. 35% lægri, en styrkur í blóði. Því er oft reiknaður kvóti milli styrks glúkósa í mænuvökva og plasma.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
0,5 ml mænuvökvi
Geymist eina viku í kæli.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk: 2,4 - 4,3 mmól/L eða 60-70% af glúkósa í plasma 1-3 klst áður.
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun
Lækkun: Lækkun á kvóta milli styrks glúkósa í mænuvökva og plasma sést m. a. við heilahimnubólgu vegna baktería. Sértæknin er þó lág. Lækkun á kvóta milli styrks glúkósa í mænuvökva og plasma sést einnig við heilahimnubólgu vegna berklabakteríu og heilahimnubólgu vegna sveppasýkinga. Kvótinn getur einnig lækkað við illkynja æxli í heila, subarachnoidal blæðingu og við bráða heilahimnubólgu vegna veirusýkinga. Mænuvökva/plasma glúkósa kvóti< 0,4 bendir til heilahimnubólgu vegna bakteríu
Hide details for HeimildirHeimildir
Laurell Klinisk Kemi i Praktisk Medicin, níunda útgáfa. Studentlitteratur 2012.

    Ritstjórn

    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Sigrún H Pétursdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 4285 sinnum