../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-045
Útg.dags.: 09/28/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.01.01 Beta hCG
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Chóríón-gónadótrófin (CG) (einnig kallað human chóríón-gónadótrófín (hCG)) er próteinhormón, byggt upp af tveimur undireiningum, þ.e. einni α-keðju og einni β-keðju. CG myndast í fylgju og verður greinanlegt í blóði 7-10 dögum eftir getnað, nær hámarki á 8-10 viku þungunar, lækkar þá lítillega fram að 20. viku en helst síðan nokkuð stöðugt fram að fæðingu. CG hverfur úr sermi nokkrum dögum eftir fæðingu. Ákveðin æxli mynda CG, t.d. æðabelgsæxli (throboblastic tumors) og kynfrumuæxli. Aðferðin sem hér er notuð mælir samanlagt magn CG og frírra β undireininga.
Helsu ábendingar: Til að greina þunganir, utanlegsþykkt og fósturlát. Notað sem æxlisvísir til greiningar og eftirfylgni á CG framleiðandi æxlum. Notað ásamt öðrum þáttum til að meta líkur á trisomy 21 (Down´s heilkenni).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Electrochemiluminiscence immunoassay "ECLIA" á mælitæki frá Roche (cobas e immunoassay analyzers).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa með geli (gul miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymsla: Geymist í 3 daga í kæli og í 1 ár í frysti.

Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar rannsóknarkjarna Hringbraut.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
U/L
Karlar≤ 3
Konur ≤ 5,5
Þungaðar konurVikur frá upphafi síðustu tíðablæðingaU/L
3 5,8-71,2
4 9,5-750
5 217-7138
6158-31795
73697-163563
832065-149571
963803-151410
1046509-186977
1227832-210612
1413950-62530
1512039-70971
169040-56451
178175-55868
188099-58176
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í hCG aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Túlkun:
    Hækkun: Við fjölburameðgöngur geta sést CG gildi sem eru hærri en sjást við eðlilegar einburaþunganir. Hækkun á CG umfram viðmiðunarmörk á öðrum þriðjungi meðgöngu geta tengst auknum líkum á trisomy 21 en niðurstöðunar þarf að meta í samhengi við aðra þætti.
    Æðabelgsæxli (hydatiform mole og choriocarcinoma) geta komið fyrir hjá konum á barneignaraldri og fylgir þeim oft mikil hækkun á CG. Hjá körlum getur komið fram hækkun á CG við krabbamein í eistum. CG hækkun getur einnig tengst öðrum krabbameinsgerðum.
    Lækkun: Magn CG tvöfaldast á 1,5-2 daga fresti á fyrstu vikum þungunar. Sé tvöföldunarhraðinn hægari gæti það bent til utanlegsþykktar eða til yfirvofandi fósturláts.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill HCG+ β (Intact human chorionic gonadotropin + the β-subunit), 2010-03, V 14. Roche Diagnostics, 2010.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Sigrún H Pétursdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 10428 sinnum