Þ-CYSTÍN
Þessi thiolamínósýra útskilst í auknum mæli í þvagi sjúklinga með vissan arfgengan frásogsgalla í nýrnatubuli. Fáeinir þeirra geta myndað cystinsteina sem eyðileggja nýrun.
Viðmiðunarmörk: Neikvætt.
Sýni: 5 ml morgunþvag. Geymist 1 viku í frysti.
Aðferð: Nítróprússíðpróf sem byggir á hvörfun nítróprússíðs við súlfhýdrýlhópa eftir cýaníðafoxun á cystíni. Prófið er næmt og gefur svolitla svörun við eðlilegu cystínmagni.
Einingar: Neikvætt – Jákvætt.
Síðast endurskoðað: mars 2006.
|
|