../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-140
Útg.dags.: 06/15/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.01.01 Natríum
Rannsóknir - Almennt
Rannsóknir - Almennt
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Í heilbrigðum manni eru um 4 mól (92 g) af frumefninu natríum. Um það bil 45% þess er bundið í beinum sem ólífræn sölt, 50 % er leyst í utanfrumuvökvanum og 5% í innanfrumuvökva. Miklum styrkleikamun milli innanfrumu- og utanfrumuvökva er viðhaldið með orkukrefjandi Na
+
/K
+
rásum í frumuhimnum.
Natríum er helsta katjónin í utanfrumuvökva og er afgerandi fyrir osmolalitet plasma. Natríum síast frítt í nýrum, en er nánast allt endurupptekið í nýrnapíplum. Aldósterón eykur endurupptökuna, en styrkur natríum í plasma er þó aðallega stjórnað af antidiuretisku hormón (ADH) og þorstastjórnun. Hormónin ANP og BNP gegna einnig hlutverki við stjórn á natríumstyrk í plasma.
Styrkur natíums í plasma segir ekki til um það hvort um sé að ræða natríumskort eða ofgnótt í líkamanum þar sem rúmmál utanfrumuvökvans getur verið afar breytilegt.
Að mæla natríum í sermi er venjurannsókn við flestar innlagnir sjúklinga. Helsta ábendingin er grunur um truflun í vökvajafnvægi.
Sýnataka, sending og geymsla
Sýnataka, sending og geymsla
Gerð og magn sýnis:
Plasma 0,5 ml
Sýni tekið í lithíum heparín glas með grænum tappa
með geli (gul miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner Vacuette
.
Sýni er skilið niður innan einnar klukkustundar við 3000 rpm í 10 mínútur.
Niðurskilið sýni geymist tvær vikur í kæli og sex mánuði í frysti.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Viðmiðunarmörk
Viðmiðunarmörk
137 - 145 mmól/L Fengin úr Norrænu verkefni um viðmiðunarmörk (NORIP)
Niðurstöður
Niðurstöður
Svar:
Niðurstöður gefnar upp í mmól/L
Túlkun
Hækkun:
Hypernatremía getur ýmist verið tengd hypovolemíu eða hypervolemíu. Orsakir hypernatremíu með hypovolemiu getur verið vegna aukins vatnstaps og/eða of lítil vatnsneysla (þurrkur), minnkuð meðvitund sjúklings, uppköst, niðurgangur, mikið tap á vökva og söltum með svita, polyuri (diabetes insipitus) og osmótísk diuresis (t.d. vegna sykursýki). Hypernatremía með hypervolemíu verður vegna hlutfallslegs vatnsskorts hjá sjúklingi með aukið magn natíum í líkamanum. Algengar orsakir eru of mikil gjöf á natríum í æð eða of mikil inntaka af salti. Þá getur primer hyperaldosteronismus valdið hypernatremiu með hypervolemiu.
Lækkun
: Hyponatremia með hypovolemiu verður oft vegna taps á vökva frá meltingarvegi eða vegna meðferðar með þvagræsilyfjum. Aðrar orsakir geta verið langvarandi tap Na-jóna svo sem við langvinna nýrnasjúkdóma með salttapi (salt-losing nephritis), hypoaldosteronismus og langvarandi tap á natríum með svita. Hyponatremia með euvolemíu sést við SIADH (syndrome of inappropriate ADH secretion). Aðrar orsakir geta verið of mikil vökvagjöf í æð án þess að natríum sé gefið með, psykogen polydipsia og hypothyreosa. Hyponatremia með hypervolemiu sést helst við hjartabilun, chirrhosis og nefrotiskt syndrome (hypoalbuminemia).
Heimildir
Heimildir
1. Method Sheet ISE indirect Na-K-Cl , REF10825441, V1.0. Roche Diagnostics, 2018-11.
2. Laurells Klinisk kemi í praktisk medicin. Studentlitteratur, Lund, Svíþjóð, 2012; síða 55-70.
3. Bukerhåndbok I Klinisk Kemi. Stakkestad,JA, Åsberg A. Akademisk Fagforlag AS, Haugesund, Noregur 1997; síða 319-322.
4. Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Fourth Edition. Elsevier Saunders, 2006.
5. P. Rustad, P. Felding, L. Franzson, V. Kairisto, A. Lahti, A. Mårtensson, P. Hyltoft Petersen, P. Simonsson, H. Steensland & A. Uldall.
The Nordic Reference Interval Project 2000: recommended reference intervals for 25 common biochemical properties.
Scand J Clin Lab Invest.
2004;64(4):271-84.
Ritstjórn
Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Ingunn Þorsteinsdóttir
Útgefandi
Ingunn Þorsteinsdóttir
Upp »