../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-178
Útg.dags.: 12/15/2021
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Teófýllin
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Teófýllín er lyf sem notað er við langvinnri lungnateppu og öðrum teppusjúkdómum. Teófýllín frásogast að fullu frá meltingarvegi og hámarksstyrkur í blóði næst innan 2 klst frá inntöku en síðar hafi lyfið verið tekið inn sem forðatöflur (Theo-Dur). Próteinbinding teófýllíns í sermi er um 60%. Um 10% af teófýllini útskilst á óbreyttu formi um nýru en um 90% eru brotin niður í lifur aðalega fyrir tilstilli CYP1A2. Hjá börnum og reykingafólki er þetta ensím mjög virkt og er helmingunartími lyfsis hjá þessum hópum 3-4 klst. Hjá fullorðnum sem ekki reykja er helmingunartíminn um 8-9 klst. Hjá nýburum og hjá sjúklingum með hjarta- eða nýrabilun getur helmingunartíminn verið talsvert lengri. Ákveðin lyf ýmist tefja eða hraða niðurbroti teófýllíns. Einkenni eitrana af völdum teófýllíns eru m.a. ógleði, uppköst, óróleiki og hjartsláttartruflanir.
Helstu ábendingar:
Til að athuga meðferðarheldni og til greiningar á teófýllín eitrunum.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Við meðferðareftirlit skal sýni safnað rétt fyrir venjulegan lyfjatökutíma og ekki fyrr en jafnvægi er komið á lyfjastyrkinn í blóði sem er eftir u.þ.b. 5 helmingunartíma lyfsins (á bæði við í upphafi lyfjameðferðar og eins eftir breytingar á skömmtum).
Gerð og magn sýnis: Sýni tekið í serum glas með rauðum tappa án gels (svört miðja) . Litakóði samkvæmt Greiner.
Geymist: Sermi geymist í 7 daga í kæli og 2 mánuði frosið.
Framkvæmd: Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Hide details for MeðferðarmörkMeðferðarmörk
Meðferðarmörk: 28-83 µmól/L.

Eitrunarmörk: > 110 µmól/L.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Gel í blóðtökuglasi getur valdið falskri lækkun á styrk lyfs í blóðsýni með því að draga lyfið í sig. Þessi lækkun getur verið klínískt marktæk, háð rúmmáli sýnis og þeim tíma sem sýnið er geymt í glasinu.

    Túlkun
    Gott samband er á milli sermisstyrks teófýllíns, virkni og aukaverkana. Svörun sjúklinga við sama skammti af teófýllíni getur hinsvegar verið mjög mismunandi enda helmingunartími lyfsins mjög breytilegur milli einstaklinga. Meðferðarmörk miðast við lágstyrk, þ.e. blóðsýni skal safnað rétt fyrir reglulega inntöku lyfsins. Við grun um teófýllin eitrun er sermisstyrkur mældur umsvifalaust og síðan á 2-4 tíma fresti þar til ljóst er að hann er farinn að lækka.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    Theofylline, 2017-09, V9, Roche Diagnostics.
    Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition, Elsevier Saunders, 2017.

      Ritstjórn

      Sigrún H Pétursdóttir
      Ingunn Þorsteinsdóttir
      Fjóla Margrét Óskarsdóttir
      Guðmundur Sigþórsson

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Ísleifur Ólafsson

      Útgefandi

      Ingunn Þorsteinsdóttir

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 2016 sinnum