../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-132
Útg.dags.: 02/13/2019
Útgáfa: 6.0
2.02.03.01.01 Metanefrín í sólarhringsţvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verđ: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriđi rannsóknar: Metanefrín eru óvirk niđurbrotsefni katekólamína; metanefrín er niđurbrotsefni adrenalíns og normetanefrín er niđurbrotsefni noradrenalíns.
Mćlingar á styrk metanefrína í sólarhringsţvagi eru notađar til ađ greina liftíklaćxli (pheochromocytoma) í nýrnahettum og skyld ćxli utan nýrnahetta (paraganglioma). Ţessi ćxli, sem oftast eru góđkynja, framleiđa og losa umframmagn katekólamína út í blóđrásina og valda m.a. háţrýstingi sem getur leitt til alvarlegra fylgikvilla í hjarta og ćđakerfi. Ţótt ţessi ćxli séu sjaldgćf er um ađ rćđa alvarlegan sjúkdóm sem mikilvćgt er ađ greina og međhöndla. Pheochromocytoma /paraganglioma losa katekólamín út í blóđiđ ýmist stöđugt eđa í köstum en losun á metanefrínum er stöđug vegna ţess ađ í umfrymi ćxlisfrumnanna er hár styrkur ensíms (catechol-O-methyltransferase) sem tryggir stöđugt umbrot katekólamína sem leka úr seytiblöđrum, yfir í metanefrín. Mćling á metanefrínum í sólarhringsţvagi er ţví nćmari ađferđ til ađ greina pheochromocytoma/paraganglioma heldur en mćling á katekólamínum í sólarhringsţvagi. Mćlling á plasma metanefrínum er ţó nćmari og sértćkari en báđar áđurnefndar mćlingar og ţví mćlt međ plasma metanefrín mćlingunni sem fyrstu rannsókn viđ grun um pheochromocytoma/paraganglioma.
Helstu ábendingar: Mćling á metanefrínum í sólarhringsţvagi er notuđ til ađ stađfesta greiningu á pheochromocytoma/paraganglioma hjá sjúklingum međ greinda hćkkun á plasma metanefrínum (en mćlt er međ plasma metanefrín mćlingu sem fyrstu rannsókn viđ grun um pheochromocytoma/paraganglioma).
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Sýnataka: Sólarhringsţvag (24 tíma ţvagsöfnun). Ţvagi er safnađ í dökkan brúsa sem inniheldur 25 ml af 50% ediksýru. Mikilvćgt er ađ kćla ţvagiđ, líka međan á ţvagsöfnuninni stendur. Eftir ađ söfnun líkur er brúsanum skilađ á rannsóknarstofuna.
Spot ţvagi má skila ef ekki er gerlegt ađ safna sólarhringsţvagi (helst hjá ungum börnum) og er ţá svar gefiđ upp sem metanefrín og normetanefrín styrkur á móti kreatínín útskilnađi.
Hide details for ViđmiđunarmörkViđmiđunarmörk
Metanefrín (µmól/24 klst)Normetanefrín (µmól/24 klst)
2 - 6 ára
< 0,5
< 0,6
6 - 10 ára
< 0,7
< 1,0
10 - 16 ára
< 1,2
< 1,6
karlar < 16 ára
< 1,9
karlar 17-40 ára
< 3,6
karlar 40-60 ára
< 4,25
karlar > 60 ára
< 4,5
konur < 16 ára
< 1,4
konur 17-40 ára
< 3,0
konur < 40-60 ára
3,45
konur > 60 ára
3,65Metanefrín/Ţ-kreatínín (µmól/mmól)Normetanefrín/Ţ-kreatínín (µmól/mmól)
2 - 6 ára
< 0,29
<0,38
6 - 10 ára
<0,18
<0,28
10 - 16 ára
<0,18
<0,25
>16 ára
<0,15
<0,43


Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
Mćlt er međ ađ nota mćlingu á metanefrínum og katekólamínum í sólarhringsţvagi til ađ stađfesta greiningar á pheochromocytoma/paraganglioma hjá sjúklingum sem hafa greinst međ hćkkun á plasma metanefrínum (sem er fyrsta rannsókn viđ grun um ofangreinda sjúkdóma).
Hjá lang flestum sjúklingum međ pheochromocytoma/paraganglioma er magn metanefrína í sólarhingsţvagi a.m.k. tvöfalt hćrra en efri viđmiđunarmörk. Hjá sjúklingum međ háţrýsting sem ekki hafa pheochromocytoma/paraganglioma en hafa hćkkun á útskilnađi metanefrína er hćkkunin yfirleitt aldrei meiri en tvöföld efri viđmiđunarmörk og oftast er hćkkunin innan viđ 50%.
Eftirtalin lyf geta gefiđ falskt hćkkađa niđurstöđur: paracetamól, labetalol, sotalol, α-methyldopa, tricyclic antidepressants, buspirone, phenoxybenzamine, MAO-inhibitors, sympathomimetics, cocaine, sulphasalazine, levodopa.
Til ađ umreikna styrk metanefrína úr µg í µmól er margfaldađ međ 0,00507 fyrir metanefrín og međ 0,00546 fyrir normetanefrín.
Hide details for HeimildirHeimildir
Instruction Manual, HPLC Complete Kit. Metanephrines in Urine, Document Version 6.2, Recipe Chemicals + Instruments, GmbH, 2013.
Pheochromocytoma and paraganglioma: An Endocrine Society Clinical Practice Guidline. Lenders et al. J. Clin. Endocrinol Metab. June 2014, 99(6):1915-1942.
Laboratory Evaluation of Pheochromocytoma and Paraganglioma. Review. Eisenhower and Peitzsch. Clinical Chemistry 60:12, 1486-1499 (2014).
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics, Sixth Edition, Elsevier, 2017.
Uptodate.com (sept. 2015)
Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Guđmundur Sigţórsson

Samţykkjendur

Ábyrgđarmađur

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesiđ ţann 03/03/2011 hefur veriđ lesiđ 3644 sinnum

© Origo 2020