../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-132
Útg.dags.: 03/07/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.03.01.01 Metanefrínar (fríir) í sólarhringsţvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verđ: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriđi rannsóknar: Metanefrínar er samheiti yfir ákveđin óvirk niđurbrotsefni katekólamína, ţ.e. normetanefrín (niđurbrotsefni noradrenalíns) og metanefrín (niđurbrotsefni adrenalíns).
Mćlingar á metanefrínum eru notađar viđ greiningar á litfíklaćxlum í nýrnahettum (pheochromocytoma) og skyldum ćxlum utan nýrnahettna (paraganglioma). Ţessi ćxli, pheochromocytoma/paraganglioma (PPGL), sem oftast eru góđkynja, framleiđa og losa umframmagn katekólamína út í blóđrásina, ýmist stöđugt eđa í köstum og valda ýmsum einkennum m.a. háţrýstingi sem getur leitt til alvarlegra fylgikvilla í hjarta og ćđakerfi.
Til greiningar á PPGL er ráđlagt ađ mćla fría metanefrína í plasma eđa í sólarhringsţvagi. Mćlingin í plasma er heldur nćmari.
Nćmi og sértćki katekólamín mćlinga í sólarhringsţvagi viđ greiningu PPGL er minni en metanefrína mćlinga vegna ţess ađ katekólamín losun úr ćxlunum er ekki stöđug í öllum tilvikum, ólíkt losun metanefrína sem er stöđug. Mćlingar á VMA og HVA í sólarhringsţvagi til greiningar PPGL eru ekki ráđlagđar vegna lítillar nćmni og sértćki.
Helstu ábendingar: Grunur um pheochromocytoma/paraganglioma.
Hide details for MćliađferđMćliađferđ
LC-MS/MS
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Sýnataka, sending og geymsla: Sólarhringsţvag (24 tíma ţvagsöfnun). Ţvagi er safnađ í dökkan ţvagsöfnunarbrúsa sem inniheldur 25 ml af 50% ediksýru. (Ekki er hćgt ađ framkvćma ţessa rannsókn á ţvagi sem safnađ hefur veriđ í saltsýru). Mikilvćgt er ađ kćla ţvagiđ, líka međan á ţvagsöfnuninni stendur. Eftir ađ söfnun líkur skal brúsanum skilađ sem fyrst á rannsóknarstofuna.

Mćlingin er gerđ ađra hverja viku í Fossvogi.
Hide details for ViđmiđunarmörkViđmiđunarmörk
sŢ-frí-metanefrín
nmól/24 kst
sŢ-frí- normetanefrín
nmól/24 klst
Karlar
< 300
< 280
Konur
<250
<240

Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
Túlkun:
Til greiningar á PPGL hafa mćlingar á fríum metanefrínum í sólarhringsţvagi nćmi nálćgt 95% og sértćki er sömuleiđis í kring um 95%.

Hćkkun:
Hćkkun á annađ hvort normetanefríni eđa metanefríni sem er yfir tvöföldum til ţreföldum efri viđmiđunarmörkum bendir til PPGL og sjaldgćft er ađ sjá svo miklar hćkkanir ţegar um er ađ rćđa falskt jákvćđ svör. Eftir ţví sem hćkkun er meiri ţví líklegri er PPGL greining.

Vćgar hćkkanir metanefrína geta skýrst af líkamlegu og andlegu álagi auk ţess sem ákveđin lyf geta valdiđ fölskum hćkkunum t.d., valda mónóamín oxidasa (MAO) hamlar umtalsverđri aukningu á öllum metanefrínum og ţríhringlaga geđdeyfđarlyfauka einnig líkur á falskt jákvćđum niđurstöđum. L-DOPA, α-methyldopa, adrenhermandi lyf (efedrín, pseudoefedrín, amfetamín) og phenoxybenzamin (ósértćkur alfa hemlari) geta einnig valdiđ hćkkunum. Örvandi efni eins og koffín og nikótín geta mögulega valdiđ hćkkun.

Mćlt er međ ţví ađ stađfesta hćkkuđ gildi frírra metanefrína í sólarhringsţvagi međ mćlingu á fríum metanefrínum í plasma.

Truflandi ţćttir:
Ónákvćm ţvagsöfnun getur leitt til rangra niđurstađna. Sé ţvagi safnađ umfram 24 klukkustundir getur ţađ leitt til falskt hćkkađra niđurstađna en sé ţvagsöfnunin ófullkomin, ţ.e. ekki öllu ţvagi safnađ á ţeim 24 klukkustundum sem söfnunin átti ađ standa, getur ţađ leitt til falskt neikvćđrar niđurstöđu. Mćling á kreatínín útskilnađi gefur hugmynd um hversu nákvćm ţvagsöfnunin hefur veriđ og ţannig skyldu sŢ-kreatínín gildi undir neđri viđmiđunarmörkum eđa yfir ţeim efri vekja grun um ađ ekki hafi veriđ stađiđ rétt ađ ţvagsöfnuninni.

Til ađ umreikna styrk metanefrína úr µg í nmól er margfaldađ međ 5,07 fyrir metanefrín og međ 5,46 fyrir normetanefrín.
Hide details for HeimildirHeimildir
Instruction Manual, MassChrom Biogenic Amines/Metabolites in Urine, Chromsystems EN 09/2016 V1.2.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
Dietary Influences on Plasma and Urinary Metanephrines: Implications for Diagnosis of Catecholamine-Prodcing Tumors. Jong et al. Journal of Clinical Endocrionology, Vol. 94, 2009, 2841-2849.
Biochemical Diagnosis of Chromaffin Cell Tumors in Patients at High and Low Risk of Disesae: Plasma versus Urinary Free or Deconjugated O-Methylated Catecholamine Metabolites. Eisenhofer et at. Clinical Chemistry 64:11. 1646-1656 (2018).
Update on Modern Management of Pheochromocytoma and Paraganglioma. Lenders and Eisenhofer. Endocrinology and Metabolism 2017:32:152-161.
Reference intervals for LC-MS/MS measurements of plasma free, urinary free and urinary acid-hydrolyzed deconjugated normetanephrine, metanephrine and methoxythyramine. Eisenhofer et al. Clinica Chimica Acta 490 (2019) 46-54.
Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Ţorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Guđmundur Sigţórsson

Samţykkjendur

Ábyrgđarmađur

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesiđ ţann 03/03/2011 hefur veriđ lesiđ 4387 sinnum