../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-132
Útg.dags.: 03/07/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.01.01 Metanefrínar (fríir) í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Metanefrínar er samheiti yfir ákveðin óvirk niðurbrotsefni katekólamína, þ.e. normetanefrín (niðurbrotsefni noradrenalíns) og metanefrín (niðurbrotsefni adrenalíns).
Mælingar á metanefrínum eru notaðar við greiningar á litfíklaæxlum í nýrnahettum (pheochromocytoma) og skyldum æxlum utan nýrnahettna (paraganglioma). Þessi æxli, pheochromocytoma/paraganglioma (PPGL), sem oftast eru góðkynja, framleiða og losa umframmagn katekólamína út í blóðrásina, ýmist stöðugt eða í köstum og valda ýmsum einkennum m.a. háþrýstingi sem getur leitt til alvarlegra fylgikvilla í hjarta og æðakerfi.
Til greiningar á PPGL er ráðlagt að mæla fría metanefrína í plasma eða í sólarhringsþvagi. Mælingin í plasma er heldur næmari.
Næmi og sértæki katekólamín mælinga í sólarhringsþvagi við greiningu PPGL er minni en metanefrína mælinga vegna þess að katekólamín losun úr æxlunum er ekki stöðug í öllum tilvikum, ólíkt losun metanefrína sem er stöðug. Mælingar á VMA og HVA í sólarhringsþvagi til greiningar PPGL eru ekki ráðlagðar vegna lítillar næmni og sértæki.
Helstu ábendingar: Grunur um pheochromocytoma/paraganglioma.
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
LC-MS/MS
Hide details for Sýnataka, sending og geymslaSýnataka, sending og geymsla
Sýnataka, sending og geymsla: Sólarhringsþvag (24 tíma þvagsöfnun). Þvagi er safnað í dökkan þvagsöfnunarbrúsa sem inniheldur 25 ml af 50% ediksýru. (Ekki er hægt að framkvæma þessa rannsókn á þvagi sem safnað hefur verið í saltsýru). Mikilvægt er að kæla þvagið, líka meðan á þvagsöfnuninni stendur. Eftir að söfnun líkur skal brúsanum skilað sem fyrst á rannsóknarstofuna.

Mælingin er gerð aðra hverja viku í Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
sÞ-frí-metanefrín
nmól/24 kst
sÞ-frí- normetanefrín
nmól/24 klst
Karlar
< 300
< 280
Konur
<250
<240

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun:
Til greiningar á PPGL hafa mælingar á fríum metanefrínum í sólarhringsþvagi næmi nálægt 95% og sértæki er sömuleiðis í kring um 95%.

Hækkun:
Hækkun á annað hvort normetanefríni eða metanefríni sem er yfir tvöföldum til þreföldum efri viðmiðunarmörkum bendir til PPGL og sjaldgæft er að sjá svo miklar hækkanir þegar um er að ræða falskt jákvæð svör. Eftir því sem hækkun er meiri því líklegri er PPGL greining.

Vægar hækkanir metanefrína geta skýrst af líkamlegu og andlegu álagi auk þess sem ákveðin lyf geta valdið fölskum hækkunum t.d., valda mónóamín oxidasa (MAO) hamlar umtalsverðri aukningu á öllum metanefrínum og þríhringlaga geðdeyfðarlyfauka einnig líkur á falskt jákvæðum niðurstöðum. L-DOPA, α-methyldopa, adrenhermandi lyf (efedrín, pseudoefedrín, amfetamín) og phenoxybenzamin (ósértækur alfa hemlari) geta einnig valdið hækkunum. Örvandi efni eins og koffín og nikótín geta mögulega valdið hækkun.

Mælt er með því að staðfesta hækkuð gildi frírra metanefrína í sólarhringsþvagi með mælingu á fríum metanefrínum í plasma.

Truflandi þættir:
Ónákvæm þvagsöfnun getur leitt til rangra niðurstaðna. Sé þvagi safnað umfram 24 klukkustundir getur það leitt til falskt hækkaðra niðurstaðna en sé þvagsöfnunin ófullkomin, þ.e. ekki öllu þvagi safnað á þeim 24 klukkustundum sem söfnunin átti að standa, getur það leitt til falskt neikvæðrar niðurstöðu. Mæling á kreatínín útskilnaði gefur hugmynd um hversu nákvæm þvagsöfnunin hefur verið og þannig skyldu sÞ-kreatínín gildi undir neðri viðmiðunarmörkum eða yfir þeim efri vekja grun um að ekki hafi verið staðið rétt að þvagsöfnuninni.

Til að umreikna styrk metanefrína úr µg í nmól er margfaldað með 5,07 fyrir metanefrín og með 5,46 fyrir normetanefrín.
Hide details for HeimildirHeimildir
Instruction Manual, MassChrom Biogenic Amines/Metabolites in Urine, Chromsystems EN 09/2016 V1.2.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.
Dietary Influences on Plasma and Urinary Metanephrines: Implications for Diagnosis of Catecholamine-Prodcing Tumors. Jong et al. Journal of Clinical Endocrionology, Vol. 94, 2009, 2841-2849.
Biochemical Diagnosis of Chromaffin Cell Tumors in Patients at High and Low Risk of Disesae: Plasma versus Urinary Free or Deconjugated O-Methylated Catecholamine Metabolites. Eisenhofer et at. Clinical Chemistry 64:11. 1646-1656 (2018).
Update on Modern Management of Pheochromocytoma and Paraganglioma. Lenders and Eisenhofer. Endocrinology and Metabolism 2017:32:152-161.
Reference intervals for LC-MS/MS measurements of plasma free, urinary free and urinary acid-hydrolyzed deconjugated normetanephrine, metanephrine and methoxythyramine. Eisenhofer et al. Clinica Chimica Acta 490 (2019) 46-54.
Ritstjórn

Sigrún H Pétursdóttir
Ingunn Þorsteinsdóttir
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Guðmundur Sigþórsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ísleifur Ólafsson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 4877 sinnum