../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-072
Útg.dags.: 05/17/2022
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 PT (Prótrombíntími)
Grunnatriði rannsóknar:
    Lenging á PT getur komið fram við skort eða galla á storkuþáttunum VII, X,V, II og I og þegar storkuhemlar eru í blóði. APTT er næmara fyrir heparín áhrifum en PT. PT en næmara fyrir warfarín og díkúmaról áhrifum en APTT. Á Landspítala er mælt PT próf umreiknað í INR til að fylgjast með starfsemi lifrarinnar. Þá heitir prófið INRLIFUR.
    PT er notað til að kanna virkni ytra og sameiginlega storkukerfisins við greiningu blóðstorkumeina.
Gerð og magn sýnis:
    Blóð tekið í glas (inniheldur 3,2% natríum sítrat) með bláum tappa án gels (svört miðja)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt, glasinu velt vel og sent rannsóknastofu sem allra fyrst.
Ath: Stasað sem minnst og sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa.
Sýnaglas skilið niður í skilvindu við 20°C og 3000 rpm í 10 mínútu. Mælingin er gerð á plasma.

Mælingin skal gerð innan 8 klst frá blóðtöku.
Mæling er gerð allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Plasma geymist 8 klst við 20±5°C
Plasma geymist fryst við - 70°C.
12,5 – 15,0 sek.
Svar: sek.
Túlkun
    Hækkun: Lenging verður t.d. við vannæringu og langvarandi sýklalyfjagjöf á gjörgæsludeildum, við lifrarbilun, DIC og warfarín meðferð.
Lækkun:


Ritstjórn

Oddný Ingibjörg Ólafsdóttir
Sigrún H Pétursdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Páll Torfi Önundarson

Útgefandi

Sigrún H Pétursdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/23/2011 hefur verið lesið 2811 sinnum