../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-705
Útg.dags.: 03/10/2022
Útgáfa: 3.0
2.02.01.01 NSE (neuron-specific enolase)
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Enólasi er ensím sem hvatar skref í sykurrofsferlinu (glýkólýsu). Enolasar eru byggðir upp af tveimur undireiningum sem geta verið af þremur mismunandi gerðum; a(alfa), b(beta) og g(gamma). Enolasa ísóensím sem innihalda gamma einingar, þ.e. gg eða ag, finnst í háum styrk í taugafrumum og frumum af taugainnkirtla (neuroendocrine) uppruna og kallast á ensku neuron-specific enolase (NSE).
Hækkuð NSE gildi sjást í tengslum við æxli af taugainnkirtla uppruna og við heilaskaða.
Helsu ábendingar:
Sem æxlisvísir fyrir smáfrumukrabbmein í lungum og önnur NSE seytandi æxli.
Sem hjálpartæki við mat á umfangi heilaskaða hjá meðvitundarlausum sjúklingum eftir hjartastopp.

Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Undirbúningur sjúklings: Enginn sérstakur undirbúningur.

Gerð og magn sýnis: Sýni, 0,5 ml sermi, tekið í serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja). Litakóði samkvæmt Greiner. Skilja þarf sýnið niður innan 1 klst.

EKKI er hægt að nota plasma sýni.
Hemolysa veldur falskri hækkun á NSE (rauð blóðkorn innihalda NSE).

Geymsla: Sermi geymist í 5 daga í kæli. Fyrir lengri geymslu þarf að frysta sýni við ≤ -70°C (ekki hægt að frysta við -20°C þó svo að geyma megi sýnið við það hitastig í 3 mánuði, eftir að sýnið er frosið). Frysta bara einu sinni.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
< 16,3 ug/L
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Hækkun:

    Hækkuð NSE gildi sjást hjá meirhluta sjúklinga með smáfrumukrabbamein í lungum. Hækkuð gildi sjást einnig hjá sjúklingum með önnur æxli af taugainnkirtla uppruna (neuroblastoma, melanoma, seminoma, renal cell carcinoma, endocrine pancreatic tumors, Merkel cell tumor, carcinoid tumors, immature teratomas and malignant pheochromocytoma).

    NSE losnar úr tauga- og heilafrumum verði þær fyrir skaða svo sem eftir heilablóðþurrð, höfuðáverka og heilablæðingu. Mælingu á NSE er því hægt að nota sem hjálpartæki við mat á umfangi heilaskemmda og horfur hjá meðvitundarlausum sjúklingum eftir hjartastopp.

    Truflandi þættir

    Rauðkornarof (hemolysis) veldur hækkun á NSE í sermi vegna þess að rauð blóðkorn eru ein af fáum frumugerðum, fyrir utan tauga- og taugainnkirtlafrumur, sem innihalda NSE. Þegar ekki er hægt að safna sýnum án hemolysu (t.d. hjá sjúklingum eftir hjartastopp á aorta ballon pumpu eða ecmo) þá er NSE svarað í athugasemd auk þess sem hemolysu index (H-index) er gefinn upp. Hægt er að umreikna H-index gildi yfir í styrk hemoglóbíns í g/L með því að deila með 100 (t.d.ef H-index er 50 þá er hemoglobin styrkur 0,5 g/L).

    Bíótín (B7 vítamín) í háum styrk getur valdið truflun, falskri lækkun, í aðferðinni sem verið er að nota á Landspítala (Cobas Roche). Hjá sjúklingum á háum bíótín skömmtum (>5mg/dag) þurfa að líða a.m.k. 8 klst frá síðasta bíótín skammti þar til blóðsýni er tekið. Það sama gildir um fjölvítamín og bætiefni sem innihalda bíótín (fjölvítamín og bætiefni fyrir hár, húð og neglur innihalda oft mikið bíótín).

    Hide details for HeimildirHeimildir
    Upplýsingableðill Elecsys NSE, 2020-10, V 3,0 Roche Diagnostic, 2020.
    Vizin T, Kos J. Gamma-enolase: a well-known tumor marker, with a less-known role in cancer. Radiol Oncol 2015; 49(3): 217-226.

        Ritstjórn

        Sigrún H Pétursdóttir
        Ingunn Þorsteinsdóttir
        Fjóla Margrét Óskarsdóttir
        Guðmundur Sigþórsson

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ísleifur Ólafsson

        Útgefandi

        Ingunn Þorsteinsdóttir

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 03/09/2022 hefur verið lesið 758 sinnum