../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-196
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.20 Mænuvökvi - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Mænuvökvi - almenn ræktun, Mænuvökvi - svepparæktun, Mænuvökvi - berklaræktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Almenn bakteríurannsókn. Grunur um sýkingu í heila eða heilahimnum af völdum baktería. Þær bakteríutegundir sem helst valda heilahimnubólgu eru breytilegar eftir aldri sjúklings. Frá 0-2 mánaða eru það helst Streptococcus agalactiae gr.B, Escherischia coli, Listeria monocytogenes og Neisseria meningitidis. Hjá börnum eldri en 2 mánaða eru það N. meningitidis, Streptococcus pneumoniae og Haemophilus influenzae týpa B (H. influenzae týpa B er orðin mun sjaldgæfari vegna bólusetningar). Hjá fullorðnum eru það S. pneumoniae, N. meningitidis, H. influenzae og Listeria monocytogenes hjá þeim sem hafa áhættuþætti (m.a. >60 ára og ónæmisbæling).

    Svepparannsókn. Hæggeng einkenni heilahimnubólgu hjá fullorðnum (einkenni geta varað í nokkra daga og stundum vikur fyrir greiningu), eða bráð einkenni hjá nýburum. Heilahimnubólga af völdum Cryptococcus neoformans sést oftast í ónæmisbælingu, sérstaklega alnæmi; Candida veldur heilahimnubólgu hjá nýburum, ónæmisbældum (neutrópenía) og í kjölfar aðgerða. Myglusveppir s.s. Aspergillus og Pseudallescheria sjást í heilahimnubólgu í kjölfar þess að sjúklingur hefur verið nærri drukknun kominn og í útbreiddum sýkingum hjá ónæmisbældum, sérstaklega við neutrópeníu.

    Mýkóbakteríurannsókn. (1) Grunur um heilahimnubólgu af völdum mýkóbaktería, einkum af völdum Mycobacterium tuberculosis komplex og M. avium komplex. (2) Eftirlit eftir meðferð.
    Mögulegar viðbótarrannsóknir:
      Almenn bakteríurannsókn.
      • Leit að mótefnavökum Streptococcus pneumoniae, Neisseria meningitidis ABCY W135 / E. coli K1, Haemophilus influenzae typa b og Streptococcus Gr. B með Latex kekkjunarprófi.
      • Leit að mótefnavökum Streptococcus pneumoniaemeð immunokrómatografísku himnuprófi sem greinir leysanlega mótefnavaka (polysaccaríð C) S. pneumoniae.
      • Einnig mögulegt að senda vökva erlendis til leitar að erfðaefni baktería með kjarnsýrumögnun (PCR). Gert í samráði við lækna sýklafræðideildar.

      Svepparannsókn. Flot af mænuvökva má nota til að leita að mótefnavökum Cryptococcus neoformans.

      Mýkóbakteríurannsókn. Ef ástæða þykir til má senda sýni til utan til PCR leitar að M. tuberculosis komplex. Gert að beiðni læknis. Helstu ábendingar eru: (i) hraðgreining æskileg hjá mjög veikum sjúklingum og börnum (sem getur hrakað fljótt); (ii) leit að M. tuberculosiskomplex í sýnum þar sem smásjárskoðun sýnir sýrufasta stafi.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Almenn bakteríurannsókn. Sýni smásjárskoða, bæði beint og eftir Grams litun. Við sýkingu sjást margkjarna átfrumur og/eða bakteríur ekki nema í hluta tilfella. Sýnið svo ræktað í fljótandi og föstu æti, í lofti og loftfirrt. Bakteríur sem ræktast eru tegundagreindar og gert næmispróf.

    Svepparannsókn. Eftir skiljun á mænuvökva er botnfall notað til smásjárskoðunar og ræktunar. Smásjárskoðun er gerð eftir Grams litun (og Giemsa litun ef þarf). Ræktun úr mænuvökva fer fram í 3 vikur. Allur gróður er greindur með viðeigandi aðferðum. Upplýsingar um næmispróf má finna í leiðbeiningum

    Mýkóbakteríurannsókn. Sé sýnið meira en 2 ml er það skilið niður (annars notað óþéttað) og botnfall er notað til smásjárskoðunar (Auramin O) og til ræktunar í fljótandi (BacT/Alert flöskum) og á föstu (Lövenstein-Jensen) æti. Ræktað er í 6 vikur. Ræktist sýrufastir stafir er gróðrinn tegundagreindur. Ef M. tuberculosis komplex greinist er leitað að genum sem geta sagt fyrir um ónæmi fyrir rifampicini og isoniazidi. Það, hvort gera skuli næmispróf á öðrum mýkóbakteríutegundum, verður að meta í hvert skipti.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Æskilegt er að taka sýni fyrir upphaf sýklalyfjagjafar, en ekki skal tefja gjöf sýklalyfja. Vöxtur sveppa bælist þó síðar (eftir sveppalyfjagjöf) en vöxtur baktería eftir bakteríulyfjagjöf.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Sýni sett í dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki.
      Mýkóbakteríurannsókn. Í blóðugum sýnum má hindra storku með sodium polyanethole sulfonate eða heparín storkuvara, en ekki EDTA.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Ástungusýni best (minni hætta á mengun). Sjá leiðbeiningar um mænuástungu. Glas 2 er ætlað til almennrar bakteríu- og svepparannsóknar. Ef sjúklingur hefur dren og ekki er fýsilegt að stinga á holi, má senda drenvökva. Æskilegt magn: > 2 ml. Fyrir mýkóbakteríuræktun er best að fá eins mikið og hægt er, helst ekki minna en 3 til 5 ml.

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Bakteríu- og svepparannsókn. Senda sýnið sem fyrst á rannsóknastofuna. Æskilegt að tilkynna símleiðis um sendingu. Ef flutningur tefst skal geyma sýnið við stofuhita, þó ekki lengur en 24 klst. Aldrei setja í kæli.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríu- og svepparannsókn. Smásjárskoðun er framkvæmd strax við komu sýnis á sýklafræðideild. Sjáist sýklar við smásjárskoðun eða ræktist, er strax hringt til meðferðaraðila. Endanlegar niðurstöður með greiningu og næmisprófum fylgja síðar. Neikvæð svör úr almennri bakteríuræktun liggja fyrir eftir 5-7 daga, en eftir 3 vikur fyrir svepparannsókn.

      Mýkóbakteríurannsókn. Neikvæð svör fást eftir 6 vikur. Niðurstöður úr smásjárskoðun liggja fyrir eftir einn til tvo virka daga.

      Læknir sjúklings er alltaf látinn vita sjáist örverur eða þær ræktist.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Almenn bakteríurannsókn. Jákvæð ræktun bendir yfirleitt til sýkingar. Vöxtur af húðflóru getur þó bent til mengunar. Skortur á hvítum blóðkornum í mænuvökvanum útilokar ekki sýkingu (sérstaklega við Listeríusýkingar). Neikvæð ræktun útilokar heldur ekki sýkingu (t.d. ef bakteríufjöldi í sýninu undir greiningarmörkum, illræktanlegar bakteríur eða sjúklingur fengið sýklalyf fyrir sýnatöku).

      Svepparannsókn. Þekktir meinvaldar sem ræktast úr ástungusýnum er taldir sýkingarvaldar; niðurstöður úr drenum skal meta með hliðsjón af ástandi og sögu sjúklings. Þegar lítið meinvirkir umhverfissveppir, s.s. Penicillium, vaxa á skálum þarf að meta tilfellið; oftast er um mengun að ræða, annað hvort við sýnatöku eða á rannsóknastofu.

      Mýkóbakteríurannsókn. Bæði ræktun og smásjárskoðun eru lítið næmar, neikvæðar niðurstöður útiloka því ekki sýkingu.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook.

    Ritstjórn

    Ólafía Svandís Grétarsdóttir
    Una Þóra Ágústsdóttir - unat
    Guðrún Svanborg Hauksdóttir
    Eva Mjöll Arnardóttir - evama
    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir
    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 05/20/2010 hefur verið lesið 20977 sinnum