../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rmynd-268
Útg.dags.: 02/19/2024
Útgáfa: 3.0
2.02.09.02 TS ristill TAGITOL og picoprep undirbúningur

Undirbúningur og hreinsun fyrir Tölvusneiðmynd af ristli daginn fyrir rannsókn
  1. Kaupa þarf Picoprep hægðarlyf í apóteki. Í pakkanum eru tvö bréf sem þarf að blanda í vatn.
  2. Sækja þarf skuggaefni TAGITOL á röntgendeild. Pakki með þremur flöskum af efninu.
  3. Vera þarf á fljótandi fæði og drekka vel yfir daginn, sjá dæmi hér neðar.
________________________________________________________________________
PICOPREP
PICOPREP duft er leyst upp í köldu vatni (150 ml) og hrært í 2-3 mínútur áður en það er drukkið. Stundum hitnar lausnin þegar PICOPREP leysist upp og ef slíkt gerist skal bíða með að drekka lausnina þar til hún kólnar.

Hverjir mega ekki nota Picoprep?
Einstaklingar með alvarlegan nýrnasjúkdóm, hjartasjúkdóm, virkan bólgusjúkdóm í þörmum t.d Crohn's og þeir sem eru með stóma.
Þurfa að vera á fljótandi fæði í 2 daga fyrir rannsókn. Ef vafi er um hvort nota megi Picoprep, er best að hafa samband við þann lækni sem sendi beiðni um rannsóknina
Hjá sykursjúkum er ráðlagt er að huga vel að insúlingjöf og mæla blóðsykur oftar en venjulega.
_________________________________________________________________________
Daginn fyrir Tölvusneiðmynd af ristli:
  • Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um úthreinsun svo rannsóknin takist vel.
  • Drekka tæra vökva minnst 2 lítra til að vega upp á móti þeim vökva sem tapast við úthreinsun.
  • Drekka gjarnan næringarríka sæta drykki til að halda líkamsstyrk en drekka ekki gosdrykki, kolsýrt vatn eða mjólkurvörur.
  • Taka má sín reglulegu lyf, ef einhver eru.

Kl. 7.00 Drekkið minnst eitt glas af tærum vökva.
Fyrra bréfið af Pricoprep leyst upp í 150 ml. af vatni og drukkið.
Drekkið fyrsta skammt af skuggaefninu TAGITOL.
Drekkið minnst eitt glas af vatni eða safa.

Kl. 13.00 Drekkið minnst þrjú glös (720ml) af tærum vökva.
Seinna bréfið af Pricoprep leyst upp í 150 ml. af vatni og drukkið
Drekkið annan skammt af skuggaefninu TAGITOL.
Drekkið sæta eða næringarríka vökva fram til kvölds.

Kl. 19.00 Drekkið minnst eitt glas af tærum vökva.
Drekkið þriðja skammt af skuggaefninu TAGITOL.
Drekka má tæra vökva til miðnættis. Ef drukkið er eftir miðnætti
getur það orsakað tíðari salernisferðir og truflað svefn.

Að morgni rannsóknardags:
Vera fastandi en drekka má 2 glös af vatni eða ávaxtasafa.
Ekki reykja.
________________________________________________________________________
Dæmi um tært fljótandi fæði:
  • Tærar súpur og saftsúpur.
  • Hafra- og hrísgrjónaseiði. (soð af haframjöli eða hrísgrjónum)
  • Tær ávaxtasafi (án aldinkjöts) og ávaxtahlaup.
  • Tærir orkudrykkir en goslausir t.d. Gatorade.
  • Kaffi og te með hunangi eða sykri, þó ekki meira en 3 bolla á sólarhring.
  • Frostpinnar án súkkulaðihúðar.

Ritstjórn

Alda Steingrímsdóttir
Ásrún Karlsdóttir
Þórdís Halldórsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Pétur Hannesson

Útgefandi

Alda Steingrímsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/10/2013 hefur verið lesið 1127 sinnum